sunnudagur, ágúst 28, 2005
miðvikudagur, júlí 27, 2005
Já nú er sumarið að verða búið, verslunarmannahelgin nálgast og er stefnan tekin á unglingalandsmótið. Brottför frá Ísafirði í fyrramálið, þetta er nú svo stutt keyrsla héðan:) Fæ sem betur fer félagsskap alla leiðina því að það koma 2 drengir með mér héðan sem eru að fara að keppa og svo sækjum við Ásgerði í Reykjavík en hún ætlar að koma líka til Víkur. Svo ætlum við að halda áfram í ferðalagi eftir mótið. Ekki mikið planað hvert við ætlum en við ætlum þó að byrja á að tjalda á Laugarvatni á mánudagsnóttina, hlakka mikið til þess, prufa að vera á tjaldstæðinu og upplifa sumarfílinginn þar, kíkja í sund og þetta helsta.
Síðasta helgi var alveg frábær, gaman að fá stelpurnar hefði verið ennþá betra ef Ásgerður hefði nú komist og þessi helv....þoka hefði sleppt því að koma!! Gæsuðum Hafdísi, hún var svaka ánægð, partýið skemmtilegt, og ballið klikkaði ekki. Á sunnudeginum skelltum við okkur til Þingeyrar í strandblak sem var alveg geggjað, enduðum svo í sundi á Suðureyri í blíðunni. Góður endir á góðri helgi. Takk fyrir helgina allir saman!!!
En þetta verður ekki lengra í bili
Hafið það gott um verslunarmannhelgina
Sigga Gau
fimmtudagur, júlí 21, 2005
Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn flýgur frá manni, sumarið er að verða búið, áður en ég veit af þá verð ég farin að kenna gríslingunum í Bolungarvík. Síðasta helgi var fín, hittingur hjá súrsætu gellunum, á föstudagskvöldinu hittumst við heima hjá Hörpu og var grillað, spjallað, farið í hina ýmsu leiki, inni sem úti og bara brilliant kvöld í alla staði. Laugardagurinn var tekinn snemma, hjólaferð inn í skóg svona aðeins til að hressa sig við frá kvöldinu áður, svo var stefnan tekin í léttan morgunverð í Kjarrholtið. Kíktum svo aðeins i bæinn á símadaga og sáum hinar margfrægu í Nælon stíga á stokk. Því næst var haldið inn í Arnardal með öllu súrsætu gellunum ásamt fylgihlutum. Grillið var svo hjá Heiðu um kvöldið en svo stakk ég af strax eftir mat því ég ætlaði sko ekki að missa af Ögurballinu,ekki að ræða það. Við Anna brunuðum af stað á Snótinni um hálf 10 leytið og tókum Ingu Ósk og Söndru Dís með, þegar inn í Ögur var komið þá var bara að henda upp tjaldbúðunum. Fengum ekki sól og blíðu eins og við vorum búnar að panta heldur var það rigningin sem réð völdum. Þá var ekkert annað í stöðunni annað en að skella sér bara strax niður í félagsheimili á ball, held ég hafi aldrei mætt eins snemma á neitt ball!. En þetta ball sveik ekki frekar en fyrri daginn, enda ekki von á því þegar Halli og Þórunn eru að spila. Eftir ball var farið á Garðstaði í partý og eftir það þá fórum við aðeins inn í bilinn hennar Elínar að hlýja okkur og spjalla. Farið að sofa um hálf 7, ágætis úthald.
Á laugardaginn ætlum við Anna svo að halda smá teiti í tilefni þess að við náðum að klára skólann. Þar sem við héldum hvorugar útskriftarveislu þá ákáðum við bara að halda teiti í staðinn. Elva, Hansína og Íris ætla að mæta á staðinn á morgun og hlökkum við mikið til þess að fá þær. Ásgerðar verður sárt saknað þar sem hún þarf að afgreiða pylsur ofan í svanga Keflvíkinga. Og svo er stefnan tekin á Hnífsdal að tjútta á balli með Grafík.
Bið að heilsa í bill
Sigga Gau
mánudagur, júlí 11, 2005
Jæja ætli það sé ekki mál til komið að setja saman einn póst eða svo, maður er búin að vera svo agalega duglegur að blogga upp á síðkastið að það er ekki einu sinni fyndið.
Annars er bara allt gott að frétta héðan af kjálkanum, eins og Anna minntist á þá skunduðum við stöllur á Snæfellsnesið alla leið til Ólafsvíkur til hennar Írisar og fjölskyldu á færeyska daga og var sú helgi tær snilld, takk kærlega fyrir okkur Íris og co. Síðasta helgi hjá mér var róleg, skellti mér í sumarbústað fjölskyldunnar inn í djúpi og var það bara voða næs. Svo eru næstu helgar bara planaðar fram í miðjan ágúst,brjálað að gera á stóru heimili:) Allir þeir sem eiga leið vestur helgina 22.-24. júlí látið okkur vita, ætlum að halda smá geim og skunda svo á ball í félagsheimilið í Hnífsdal.
Annars held ég að þetta sé bara nóg í bili, endilega tjáið ykkur í commentunum og gestabókinni!!
Já Skúli til hamingju með daginn á laugardaginn, vona að þið sem fóruð í Leirhöfn hafið skemmt ykkur geggjað vel, hefði ekki verið leiðinlegt að mæta!!!
Og Sirrý Flosa til hamingju með daginn í dag, láttu svo sjá þig hérna fyrir vestan um næstu helgi þegar súrsætar ætla að hittast:)
fimmtudagur, júní 30, 2005
já við vambirnar erum farnar til Portúgal og komnar heim frá portúgal. Sirrý lenti í afar óskemmtilegu óhappi ( allt mínu hné að kenna, helv.. skankarnir á mér útum allt! ) úti á portó eins og flestir vita... :) en þetta fór sem betur fer betur en áhorfðist!
Ætlaði svona rétt bara að kasta inn línu til þess að benda á að aðalgeimið verður í Ólafsvík þessa helgina og hvet ég alla til þess að láta ekki geim úr hendi sleppa og skella sér á Snæfellsnesið!
Sjáumst!
fimmtudagur, maí 19, 2005
Það styttist óðum í að við bekkjafélagar sitjum á Leifsstöð tilbúin til brottfarar og eigum að hafa vegabréf og farseðla tilbúna við hliðið :) Verst hvað það er djöfulli leiðinlegt að sitja í flugvélum.. það er nóg að fljúga frá RVK til Ísó og það tekur ekki nema 40 mín! Hvað þá ógeðslega lyktin af flugvélamatnum.. ullllaaaabjaaakkk!
Þessir dagar hafa samt verið ansi fljótir að líða.. er komin með málverk (haha alltaf jafn fyndið) því ég var að mála eitthvað apparat fyrir hann föður minn hér úti síðustu daga! Skellti mér síðan á fótboltaæfingu í gær og var þjálfarinn engin önnur en Dúfa "3 pointer" Ásbjörnsdóttir! Dúfa verður semsagt að þjálfa besta lið á Íslandi í dag í sumar!
Paradís
Ég vil enda á þeim orðum sem við komum til með að heyra úr munnum flugfreyja eftir 5 daga!
"Góðir farþegar, verið velkomin til Portúgals. Við biðjum ykkur að halda kyrru fyrir í sætum þar til flugvélin hefur numið staðar og slökkt hefur verið á sætisbeltaljósum. Úti er 45 stiga hiti (já Óskar Atli sagði að það væri hitabylgja þarna!) og klukkan er 12:03 á hádegi. Við óskum ykkur góðrar dvalar, thank u and have a nice day!"
þriðjudagur, maí 17, 2005
Akkurat á þessum tímapunkti eftir viku þá erum við bekkjarfélagarnir mætt til paradísarinnar Portúgal! Sjétt í fokk hvað mar er orðin spenntur!
Suss....!
Er núna hins vegar í hinni paradísinni í heimnum.. á Westfjarðarkjálkanum! Ekki verður nú stoppað lengi í þetta skipti þó. Það á að halda aftur til höfuðborgar á laugardag og halda uppá Júróvisjon!
Verð að rjúka.. er að fara að sýna Tiger takta í golfi! Best ég taki einn bördí á þetta, eða ígúl!
Og já.. Birna og Norðmenn.. til hamingju með daginn! :)
laugardagur, maí 07, 2005
- Baldur LITLI bróðir minn er byrjaður að læra á bíl!
- Auk þess sem hann er að fara í menntaskóla á næsta ári!
- Það eru fokkin 10 ára síðan ég fermdist..! Af því tilefni verður haldið fermingarafmæli en ég missi af öllum herlegheitunum því það er á sama tíma og ég verð útá Portúgal að baða mig í sólinni! ÚJE
- Það eru tæp 7 ár síðan ég fékk bílpróf!
- Það eru 3 dagar í síðasta prófið mitt hér í ÍKÍ.. ég man eins og í gær þegar ég kom hérna fyrsta daginn og þekkti engan nema Ísfirðingana og var að míga í mig af stressi útaf testum fyrsta daginn og þá sérstaklega helvítis sundtímatökunni!
- Portúgal eftir 17 daga beibí!
- Það styttist í það að ég verð of gömul til þess að geta keypt "hoppfargjöld" til að fljúga!
- Ég er gömul!
Well.. því verður víst ekki breytt! Allavega næstu dagar mega vera fljótir að líða fyrir mér.. klára prófin og mæta út á Leifsstöð með sólgleraugun!
Annars er það að frétta að við skiluðum ritgerðinni.. meina sko Bachelornum Halldóra á mánudag! God.. gott að vera búinn með þetta! Á miðvikudag var svo siðfræðipróf, gekk allt í lagi.. eða veit eiginlega ekkert um það. Best að segja sem minnst um það.. það kemur bara í ljós!Og sundspassinn Anna Ess er mjög líklega búin að standast sundprófið.. hver hefði trúað því! Swimming is easy! Núna eru það íþróttameiðslin, teipingar og fötlunarfræðin! Best að enda á öðru erindi úr laginu hans Megasar!
Það er margt sem angrar, en ekki er það þó biðin,
því ég sé það fyrst á rykinu hve langur tími er liðinn.
og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum, sem skiptir öllu máli
því að nóttin mín er dimm og ein, og dagurinn á báli.