<$BlogRSDUrl$>

Eigendur bloggsins eru Anna Fía og Sirrý, nýútskrifaðir íþróttafræðingar frá Laugarvatni. Við erum búsettar eins og er á hinum æðislega stað Ísafirði. Lifið heil!

sunnudagur, desember 28, 2003

Hér er matur um mat........
Já það má sko segja að þessi jól hafi verið matarjól!!! Maður gjörsamlega sofnar með konfektmolann í munninum og fær sér svo smákökur í morgunmat með glasi af gosi. En annars erum við búnar að hafa það ofsalega gott. Stefnan var tekin í sjallann á annan í jólum þar sem hin geysivinsæla hljómsveit BMX tróð upp. Nú í þetta skipti fórum við vambirnar í sitthvort "fyrir ball" partý, Anna Soffía skellti sér í Seljalandið til hennar Elínar Mörtu og skemmti sér hið besta þar í góðra vina hópi. Nú ég skellti mér hins vegar í næstu götu til þeirra hjóna Heiðu og Kidda og var þar í góðu yfirlæti þar til strunsað var á ball. Það var mjög gaman á ballinu, fyrir utan nokkra árekstra svo sem jakkamissi og troðning á tær!! Svolítill troðningur í sjallanum og hefði þetta ball alveg mátt vera í félagsheimilinu í Hnífsdal!! Mæli með því næsta ár!!!!!! (eins og ég ráði einhverju:)
Í gær var haldið í fyrirfram útskriftrarveislu til hennar Halldóru í kökur og kræsingar því maður má nú ekki við því að sleppa úr degi í kökuáti, ó nei! Nú og svo í gærkvöldi gripum við í spil og komu Steinka, Anna, Inda og Halldóra og spiluðum við "game of life" og stóð ég uppi sem sigurvegari kvöldsins og óska sjálfri mér til hamingju með það.
Í dag skellti ég mér svo á skíði og var það alveg æðislegt, nokkuð mörg ár síðan að maður hefur getað farið á skíði um jólin og vonandi getur maður farið einhverja daga enn.
Vona að allir hafi það sem best.............................
Þangað til seinna bless bless:)

þriðjudagur, desember 23, 2003

Pirringur og ergelsi!!!

Þetta eru víst ekki réttu orðin svona korter í jól en hvernig er það með þessa kennara í skólanum! Hvað tekur eiginlega langan tíma að fara yfir próf.. já, spyr sá sem ekki veit?! Ég veit að sumir kennarar eru að fara yfir mörg próf og þar fram eftir götunum en núna er ég hreint út sagt að fara á límingunum. Skyndihjálpin og golfið er reyndar komið en það er bara ekki nema eitt korn af heilu brauði! Fuss og svei...
Tíminn síðan ég kom heim er búinn að vera ótrúlega góður og heilbrigður. Sofnað um miðjar nætur og sofið út. Maður er nú samt búinn að vera í þrifnaði og öðru jólastússi heima við svona til að gera eitthvað þar sem maður er ekki vinna þessi jólin. Það er alveg ótrúlega fallegt jólaveður hérna vestur á fjörðum í dag. Rok og rigning.. hver pantaði það? Búið að aflýsa flugi til Ísafjarðar í dag og tvísýnt er með flug á morgun. Frænka mín hún Brynja er alveg fokvond í höfuðborginni núna en hún ætlaði að koma fljúgandi í dag. Ég vona nú samt að þú komist heim á morgun frænka! :o)
jæja, tími á að leggja lokahönd á jólaundirbúninginn..

GLEÐILEG JÓL

miðvikudagur, desember 17, 2003

Vika í jól!!!
Vá hvað tíminn líður hratt, aðfangadagur er hreinlega eftir viku!! En já mikið er nú gott að vera komin heim úr öllu þessu stressi í höfuðborginni, maður þurfti gjörsamlega að gefa skrín og stíga út til þess að komast áfram í kringlunni á síðustu helgi:) Hérna í sveitasælunni höfum við það gott, eins og Anna sagði hérna í síðasta pistli þá er sofið frameftir og bara "tjillað" Svo er verið að jólagjafastússast og í gær tókum við okkur til ásamt Halldóru og föndruðum jólakort vorum í blússandi jólastemmingu að föndra og hlusta á jólatónlist.
Í kvöld er stefnan tekin á Kátu krulluna en þar á að reyna að gera hárið á okkur fínt svona fyrir hátíðirnar, aðeins að reyna að lappa upp á útlitið.
Nú spennan er í hámarki fyrir laugardagskvöldinu en þá erum við að fara á jólahlaðborð í krúsinni, förum 11 stelpur saman og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað verður gaman hjá okkur þá!!!
Jæja við biðjum að heilsa úr bili úr sælunni.............

þriðjudagur, desember 16, 2003

Komnar heim í sæluna!
Jamm..mikið er gott að vera komin heim. Er búin að hvíla mig vel síðan ég kom heim, ég vaknaði ekki fyrr en 2 í dag! Þvílík leti.. en svona á þetta auðvitað að vera!
Djammið á laugardaginn var stórgóð skemmtun. Mér fannst reyndar léleg mæting í partýið.. fámennt en góðmennt eins og svo oft er sagt til að réttlæta lélega mætingu! Vorum í partýinu til svona hálf 2 ef ég man rétt. Þá voru sumir búnir að taka dansinn, sumir taka í vörina og aðrir standa á höndum. Síðan var haldið niður í miðbæ stórborgarinnar. Langflestir fóru á Hverfisbarinn en einhverjir á Nasa. Þar var dansað, drukkið og skammast svo ekki sé meira sagt. Síðan labbaði ég mér eins míns liðs niðrá Nonna og fékk mér í svanginn áður en ég tók taxa heim! Vaknaði svo eldhress við kirkjuklukkur í gærmorgun áður en ég fór í flug..!
Brynja, Íris og Sirrý á Nasa á laugardaginn

mánudagur, desember 08, 2003

Við viljum benda ÖLLUM þeim sem eiga leið um síðuna okkar að hann Pálmar bekkjafélagi okkar hefur gefið út jólalagið jólasnjór. Hvetjum við alla að kíkja við á síðunni hans en þið finnið "hlekkinn" hérna til hliðar og smellið á jólalag.........njótið vel!!!

sunnudagur, desember 07, 2003

Jæja góðir hálsar......ætli það sé ekki best að tjá sig aðeins á þessari síðu fyrst maður er nú annar eigandinn. Síðan í gær hefur nú ekki margt á daga okkar drifið. Það er helst að nefna aðalnámsrkrá grunnskólanna, skólanámskrá, bekkjarnámskrá, flokkunarkerfi Benjamin Bloom, hvernig er góður kennari, samskipti nemenda og kennara, sérkennsla, fötlun, greindarskerðing, tourette, asperger, ofvirkni..................................já ég skil það vel ef þið eruð sofnuð yfir þessu því að við höfum dottað ansi oft yfir þessu og einbeitingin dvínað.
Annars þegar þetta próf er búið, þá eru bara 2 próf eftir.....jibbí jei:) Mikið verður nú gaman þá, alltaf ólýsanleg tilfinning þegar prófum er lokið.

Nú í dag á góðvinkona okkar í hinni stóru ameríku afmæli, það er engin önnur en hún Jessica K Gaspar, happy birthday Jess

laugardagur, desember 06, 2003

Hello..
Jæja þá er komið jólaútlit..! Mér finnst það reyndar svolítið snemmt en jæja. Það eru komin úrslit úr síðustu skoðanakönnun. Spurt var hver væri uppáhaldspersóna ykkar í Grönnum og Harold sigraði með ótrúlegum yfirburðum eða 2 af 5 atkvæðum. Þökkum ÖLLUM sem tóku þátt í könnuninni fyrir þátttökuna! Það er greinilegt að það eru margir sem kíkja við á síðuna okkar. Nóg um það.. þá er ein prófavika búin og því aðeins ein eftir. Fórum í þroskasálfræðipróf á þriðjudag og gekk það svona la la. Skriflegt og munnlegt skyndihjálparpróf í gær fimmtudag og verklega björgun í morgun. Skriflega skyndihjálparprófið gekk kannski ekki alveg nógu vel en það munnlega svona bærilega og má þakka fyrir að ég hafi komist lifandi útúr því.. þvílíkt stress!! Björgunin í morgun gekk allt í lagi.. kláruðum alla vega báðar. Sirrý átti nú ekki í teljandi vandræðum með þetta svosem. Þetta er henni eins og að drekka vatn.. eða eins og að dreifa pósti. Haffi sundkennari er sífellt að hrósa henni fyrir "alveg frábæran marvaða" :o)
Nú í kvöld fóru ég, Sirrý, Bubba og Ásgerður "út að borða" í Tjaldó (Lækjarbrekka hvað?!) Fengum okkur borgara og fórum svo heim til Bubbu og horfðum á Idol með fullt af nammi. Ég verð nú að segja að ég var svolítið svekkt með úrslitin. Mér finnst að Helgi hefði átt skilið að detta út í þetta skipti. Hann stóð sig engan veginn vel og mér finnst að maður eigi að dæma eftir því sem þau syngja hverju sinni.. punktur! Mikið er ég samt fegin að teinastelpan er farin út (hún er reyndar ekki lengur með teina guði sé lof).
Jæja ætla að horfa á what lies beneath..
Góða nótt!

mánudagur, desember 01, 2003

Dagur í próf!

Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er þetta hinn frægi Jean Piaget

Í dag tókst mér að vakna klukkan hálf 12.. believe it or not! Dagurinn hefur að mestu leyti farið í lærdóm.. eða alla vega að þykjast læra. Þangað til klukkan 17 en þá fór ég , Sirrý herbergisfélagi og Ásgerður bitra (Já Ásgerður, þú ert eitthvað bitur útí lífið þessa dagana!) í kaupstaðaferð á Selfoss. Fórum og versluðum helstu nauðsynjar í búið í krónunni og svo á körfuboltaleik, Selfoss vs. KFÍ. Leikurinn endaði að sjálfsögðu með sigri Ísfirðinga með þónokkrum mun. Það vantaði nú reyndar einhverja í Selfossliðið en ég efast um að það hefði gert gæfumuninn. Á morgun er lærdómsdagur og svo æfing kl. 17.30! TschuB!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?