<$BlogRSDUrl$>

Eigendur bloggsins eru Anna Fía og Sirrý, nýútskrifaðir íþróttafræðingar frá Laugarvatni. Við erum búsettar eins og er á hinum æðislega stað Ísafirði. Lifið heil!

laugardagur, janúar 31, 2004

Hverjar eru líkurnar!

Ótrúlegt alveg.. ég sjálf var þúsundasti gesturinn (nei ég svindlaði ekki með því að fara mörgum sinnum í röð inná síðuna!) En ég veit hins vega um eina manneskju sem var að reyna það.. og ég nefni engin nöfn Borghildur! En jæja.. þið óheppin því í verðlaun var Snótin mín og því er ég lukkunnar pamfíll því ég fæ að halda þessari elsku!

Lucky number 1000!

Já nú er spurning hver verður þúsundasti gesturinn á síðunni. En sá gestur fær auðvitað vegleg verðlaun frá okkur vömbunum.. :o)

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Skítakuldi og leti!

Dí.. hvað það er kalt úti.. hreinlega ekki hundi út sigandi. Og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég hef hangið inni í allan dag og nákvæmlega ekki gert handtak síðan ég kom heim frá því að kenna kl. rúmlega 14:00! Þetta er hrikalegt ástand á manni hérna. Ég hreinlega geri ekki neitt og nú held ég að maður taki sig ærlega á þegar á vatnið er komið. Fæ móral dauðans þegar maður fréttir svona utanað sér að Íris Jónasar, Hansína og Gígja ætli í spinning kl.6 í fyrramálið! Það er um miðja nótt. Það er eitthvað sem ég á aldrei eftir að gera. Að vakna til að fara í ræktina um miðja nótt.. eitthvað sem ég held að ég geti ekki nokkurn tímann tamið mér sökum leti og annarra vandamála.
Á morgun er síðasti dagur æfingakennslunnar. Erum reyndar bara að kenna 3 tíma því það eru einhverjir þemadagar í skólanum og eiginlega engir íþróttatímar. Þannig að það verður bara rólegt og þægjó svona síðasta daginn. Á laugardaginn er okkur svo boðið í matarboð hjá honum Kalla og svo er bara aldrei að vita nema mar slái öllu saman uppí kæruleysi og lyfti sér bara aðeins upp og kíki á iðandi skemmtanalífið hérna fyrir vestan. Maður á það nú skilið eftir alla hreyfinguna og dugnaðinn síðustu vikurnar.. ha!
Sirrý tók sig til á þriðjudag og bræddi undir skíðin sín, mín og Halldóru. Svei mér þá hún gæti hreinlega sett upp verkstæði svo vel stóð hún sig stelpan. Svo er að prófa að fara á skíðin og sjá hvort þau renni eitthvað. Ég og Sirrý ætluðum að fara á skíði í gær ein beiluðum á síðustu stundu.. jú af því að okkur fannst eiginlega of kalt.. :o)


mánudagur, janúar 26, 2004

Síðasta vikan heima!
Já tíminn líður hratt á gervihnatta.........það má sko með sanni segja að tíminn líði hratt, síðasta vikan í æfingakennslunni runnin upp og planið er að halda til Reykjavíkur á sunnudag, en skólinn byrjar stundvíslega klukkan 08:15 á mánudagsmorgun.
Það hefur nú ekki mikið gerst hérna síðan ég skrifaði síðast, lítið hefur farið fyrir djammi, ekki það að maður sé í einhverju bindindi heldur hefur bara ekkert spennandi verið að toga í mann. Get ekki sagt að skemmtanalífið sé upp á marga fiska svona í janúar, það er eins og allir séu að ná sér eftir jólin eða ég hreinlega veit ekki hvað. Okkur vömbum var boðið í mat til æfingakennara okkar þeirra Nonna og Guðnýju á laugardagskvöldið og var það rosalega góður matur og gott "óvænt" skemmtiatriði yfir matnum.
Svo er það Idolið á miðvikudaginn hérna á Ísó, skemmtum okkur konunglega á síðasta kvöldi sem haldið var í Hömrum og verður spennandi að sjá hver dettur út núna!! Ég er bara ennþá drullusvekt að hafa ekki mátt taka þátt þar sem aldurstakmarkið var ´79 og því miður munar 4 dögum hjá mér!!!! Ég hefði pottþétt unnið, ekki spurning!!!!!
Jæja manni er ekki til setunnar boðið, blakæfing að byrja, best að vera ekki of sein.....
see ya......

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Skita

Var að koma af körfuboltaleik. Það á ekki af þessu blessaða KFÍ liði að ganga. Það gengur hvorki né rekur. Þeir semsagt töpuðu miljónasta leiknum í kvöld og í þetta skipti fyrir meisturum Grindavík! Þeir mega reyndar eiga það KFÍ kallarnir að þeir stóðu sig kannski alveg ágætlega en það er víst ekki nóg þegar leikurinn tapast! Á morgun er föstudagur og það er hreint ótrúlegt. Mér finnst eins og það hafi verið í gær þegar ég var svo hissa á því að það væri að koma helgi um síðustu helgi.. vá flókin setning.. en það sem ég er að reyna að koma frá mér er að tíminn líður alveg óstjórnlega hratt og senn líður að því að maður snúi aftur á vatnið. Bara vika og einn dagur eftir af æfingakennslu! Er hreinlega ekki búin að hreyfa mig neitt eiginlega síðan ég kom vestur.. ekki gott mál það!
Já gallarnir eru komnir.. og löngu kominn tími til!! Minn smellpassar svona alveg líka ljómandi vel.
Hvað með Joe millionaire.. djöfull var ég viss um að hann myndi velja Söru en svo valdi hann bara Zoru.. en Zora er sosem ágæt blessunin en ég hefði þorað að veðja Snótinni uppá að hann myndi velja Söru, svo viss var ég. En fjúkk að ég gerði það ekki! Sem minnir mig á það að ég sakna snótarinnar minnar. Núna er hún búin að vera í pössun í rúman mánuð í Hafnarfirði og henni dauðleiðist örugglega. En ég veit að hún er í góðum höndum svo ég get andað rólegar og það styttist nú í að ég hitti hana aftur. Vona bara að hún hafi haft það gott yfir jólin og svona..!

mánudagur, janúar 19, 2004

Meiri leti

Ég sá mér ekki annað fært en að skella inn einum pistli. Þó ekki nema nokkrum línum þar sem hinn eigandi síðunnar er farinn að hóta mér því að ég verði bara rekin ef ég færi ekki að skella inn pistli.
Það er svosem ekkert að frétta.. æfingakennslan gengur bara mjög vel og þetta er bara þrælgaman. Smá kvíði svona fyrir fyrsta sundtímann en það fór fljótlega enda mjög færar sunddrottningar á ferð.. og þá er ég sérstaklega að tala um mig eins og þið vitið. Erum búin að kenna tvisvar á Flateyri og það er einnig mjög gaman. Þar erum við að tala um 20 þjóðerni eða eitthvað álíka (aðeins ýkt auðvitað) og það eru 38 krakkar í skólanum! Þannig að við stöllur verðum orðnar altalandi í pólsku og öðrum hrognamálum eftir þetta!
Jamm.. Ædolið.. Kalli Bjarni vann mér til mikillar ánægju. Ef Anna Katrín hefði unnið hefði ég stofnað til mótmælagöngu. Það hefði nú ekki verið hægt að hún gæti komið þarna og skríkt eitthvað og unnið svo, enda var hún í 3.sæti.
jæja ætla að horfa á Dawson.. tók þáttinn sko upp, má ekki missa úr þátt!
Stay black!

mánudagur, janúar 12, 2004

Leti dauðans!!
Það er nú meira hvað maður er latur við að skella inn smá pistli á þessa síðu okkkar. Annars er bara allt gott að frétta af okkur stöllum héðan af Ísó, vetur konungur hefur sko heldur betur gert vart við sig og núna er sko ekta vetur!! Æfingakennslan gengur eins og í lygasögu, voða gaman að takast á við þessa gemlinga bæði hérna á Ísó og svo á Flateyri.
Annars bíður maður bara spenntur eftir næsta IDOL þætti, djöfull var ég nú illa svikin að Anna Katrín hafi ekki dottið út í síðasta þætti, hún hefði átt að fara og Ardís að vera eftir, en þetta er mitt mat og því miður ræð ég þessu ekki! Næst á dagskrá er svo hið Verstfiska Idol sem er í gangi og ætlum við stöllur að mæta á það á miðvikudagskvöld og sjá hvað Vestfirðingar hafa upp á að bjóða:)
En nóg um það í bili, við biðjum bara voða vel að heilsa öllum!!

laugardagur, janúar 03, 2004

Gleðilegt ár allir saman!!!This page is powered by Blogger. Isn't yours?