<$BlogRSDUrl$>

Eigendur bloggsins eru Anna Fía og Sirrý, nýútskrifaðir íþróttafræðingar frá Laugarvatni. Við erum búsettar eins og er á hinum æðislega stað Ísafirði. Lifið heil!

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Annar sigur

Unnum Kareni Ragnars og co á þriðjudag 68-41. Annar dómari leiksins hafði orð á því eftir leikinn að þetta hefði verið einn sá leiðinlegasti leikur sem hann hafi nokkurn tímann dæmt og segir það mikið um hversu frábær körfuboltaleikur var þar í gangi. En við alla vega unnum og það er vonandi að við séum komnar aftur á sigurbraut eftir hálf brösult gengi í síðustu leikjum.
Ég vil benda honum "Hansel" á það að klára það sem hann var byrjaður á að skrifa í kommentakerfið.. samansafn af hverju?!!!!
Annars ekkert að frétta.. mestum tíma síðustu daga hefur verið varið í bælinu.
En endilega haldið áfram að koma með hugmyndir á nýja ökutækið hennar Sirrýar, það er orðin hörð keppni og nokkuð margar tillögur hafa borist..
Chao

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Jæja þá er heil vika liðin frá því að síðasti pistill kom inn og ætli það sé ekki kominn tími á að setja inn nýjan. Margt hefur nú gerst og til að mynda erum við stöllur búnar að spila 2 körfuboltaleiki. Sá fyrri var á föstudaginn á móti KFÍ og höfðum við betur og sigruðum með heilum 20 stigum!!! Alltaf gaman að vinna sitt gamla félag, og höfum við spilað 4 leiki á móti þeim bæði í ár og í fyrra og við alltaf haft betur:) Nú Halldóra gisti hjá okkur aðfaranótt föstudags og svo var haldið í höfuðborgina og fórum við stöllur á körfuboltaleik í keflavík þar sem Halldóra átti eftir að gera upp afmælisgjafir við Birnu V frá árinu 2000 og gerði það með glæsibrag. Katrín og Óli buðu svo í dýrindis mat á laugardagskvöldið og síðan var haldið í gleði til Sigrúnar og Snæþórs eftir það. Ég, Halldóra, Katrín og Brynja María skelltum okkur svo á gaukinn á í svörtum fötum og skemmtum okkur konunglega þrátt fyrir mikinn troðning. Nú svo var brunað heim á rauða kagganum sem enn á eftir að fá nafn og spurningin er bara hvort maður eigi hreinlega ekki að halda nafnasamkeppni!! Endilega tjáið ykkur um það hérna í "commentakerfinu". Hvað á rauði pólóinn að heita??
Á sunnudaginn héldum við svo á Ásvelli og spiluðum við topplið Hauka en með sigri tryggðu þær sér sigur í 2. deild kvenna sem þær og gerðu og unnu okkur með 31 stigi. Svo er það bara Laugarvatnið góða sem tók við og eru þær stöllur í Ármanni/Þrótt með Kareni Ragnars í fararbroddi að koma í heimsókn til okkar í kvöld og auðvitað stefnum við á sigur.



Liðsmynd af Laugdælum

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

jamm og jæja.. það er svosem ekki margt búið að gerast síðan síðast. Ég var hérna á vatninu alla helgina og má segja að það hafi verið frekar rólegt eins og Sirrý nefndi hérna í pistilinum fyrir neðan. Til að mynda þá fór ég og synti 31 ferð, já hvorki meira né minna. Það segir eiginlega allt um það hve rólegt var hérna því að synda er það síðasta sem mér dettur í hug að fara að gera og þá hef ég greinilega nákvæmlega ekki neitt að gera. En jæja, ég þarf svosem að æfa mig.. ef ég ætla að drullast til að ná þessu sundhelv..einhvern tímann!
Mor, Far og min lille bror sem er eiginlega ekkert mjög lítill lengur eru að koma í borgarferð um næstu helgi. Þau ætla nú að kíkja á vatnið og heimsækja sína uppáhaldsdóttir auðvitað og einnig að koma og horfa á viðureign okkar Laugdæla á móti stöllum okkar í KFÍ sem verður hérna á vatninu á föstudagskvöld..!
Og já.. hún Solla Elladóttir á stórafmæli í dag... twenty stelpan, til hamingju með það Solla!
En nú bíður okkar verkefni sem við eigum að skila á fimmtudag!
Adios

mánudagur, febrúar 16, 2004

Enn ein helgin búin!
Jæja þá er komin mánudagur eina ferðina enn. Helgin var nú með rólegra móti, byrjuðum á því að vera í skólanum í RVK á föstudaginn í sjúkraþjálfunarskori HÍ. Eftir það var brunað beint uppeftir til þess að spila við þær stöllur úr Tindastól og sá leikur fór eins og hann fór en við Laugdælir töpuðum með 1 stigi eftir framlengingu:(
Á laugardaginn fékk ég svo gest hingað til mín en það var hún Sara Rut litla frænka mín og var hún hjá mér í pössun til sunnudags og vorum við í íbúðinni hennar Hansínu, svaka stuð! Nú það stóð til að við áttum að spila við nágranna okkar í Hveró í gær í bikarkeppni HSK en honum var frestað við mikla kátínu hérna á vatninu:) En í staðinn fórum við bara í afmælisveislu til hennar Hansínu og átum á okkur gat!!!
Annars er bara allt í góðu hérna í herbergi 19,
bið að heilsa í bili.....................................a bientot

föstudagur, febrúar 13, 2004

Nýjar myndir

Var að setja inn nýjar myndir á myndasíðuna. Þetta eru reyndar ekki myndir sem ég tók heldur hún Bogga. Myndirnar eru birtar með góðfúslegu leyfi Borghildar.. Takk Bogga.. :o)

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Árshátíð

Árshátíðin var tekin með trompi í gær. Kvöldið var "drullunett" í alla staði. Fyrir þá sem ekki skilja orðið drullunett er hægt að taka það út og setja inn "fínt" í staðinn. Semsagt, kvöldið var fínt í alla staði. Eða.. það er kannski eitt sem er til þess að kvöldið var kannski ekki fínt í alla staði. Maturinn var kannski ekki sá besti sem ég hef smakkað. En það er bara mín prívat skoðun og þarf ekki að endurspegla mat annarra KHÍ nema. Semsagt í forrétt var sjávarréttasúpa (ég borða ekki sjávarrétti og ekki neitt sem heitir hefur sjávarrétta sem forskeyti), en var búin að hugga mig upp við það að fyrir þá sem borða ekki sjávarréttasúpu þá átti að vera sveppasúpa. En nei, sveppasúpan var bara búin (og ekki einu sinni "nei því miður, sveppasúpan er búin!)! Þannig að ég lét mig hafa sjódýrasúpuna. Í aðalrétt var eitthvað lambakjöt (borða ekki lambakjöt, ég get eins farið og fengið mér hamsatólg að drekka) með kartöflum sem voru fínar og steiktu grænmeti sem ég lét mig hafa. Nú rúsínan í pysluendanum var auðvitað eftirrétturinn en hann var kaffi og súkkulaði!! KAFFI OG SÚKKULAÐI.. frábær eftirréttur. Nú þar sem ég drekk ekki kaffi, þá mátti ég ekki fá súkkulaði og þar varð eftirrétturinn að engu. Eða ég fékk mér reyndar tvöfaldan Baileys í eftirrétt. Nú veit ég að þið hugsið að ég sé nú bara gikkur, en það er ég í rauninni ekki. Ég borða næstum því allt sem að kjafti kemur.. og kokkarnir þarna á Broadway hafa akkúrat valið þetta þrennt sem ég bara kem ekki ofan í mig; Sjávarrétti, lambakjöt og kaffi! Nema hvað.. Fórum með rútu frá vatninu kl.18 og ég held þetta sé lengsta rútuferð sem ég hef farið í. Ég hélt við myndum aldrei verða komin. En komumst þó á leiðarenda að lokum rúmlega hálf 8. Svo var borðað (sjá matseðil fyrir ofan :) og einhver skemmtiatriði og má svo sannarlega deila um skemmtanagildi þeirra (mikið er ég jákvæð í dag). Svo klukkan 12 hófst dansiballið. Ballið var ógeðslega lengi að líða, ekki það að það hafi verið leiðinlegt heldur er maður ekki vanur því að vera mættur á ball á miðnætti. Svo var dansað til rúmlega 3 og rútan tekin til baka á vatnið. Stoppuðum auðvitað á leiðinni til að fá okkur í svanginn, það er ekki gott að fara hungraður í háttinn. Á leiðinni var svo að segja enginn vakandi, nema Sirrý framan af sem hélt uppi feiknar samræðum við rútubílstjórann sem hafði eflaust gaman af. Vorum komin á vatnið um hálf 6 og þá var bara skundað beint í bælið.
Dagurinn í dag hefur farið í nákvæmlega ekki neitt. Ég vaknaði klukkan hálf 4 og lá uppí rúmi til hálf 7.. magnað max. Er núna að horfa á America´s next top models.. ´hvenær dettur eiginlega Robin út?!! Ú Á Robin!

mánudagur, febrúar 09, 2004

Árshátíð á morgun!!
Jæja þá er bara að líða að árshátíð, ekki talað um annað en kjóla, greiðslu, förðun og allt sem því fylgir. Svolítið asnalegt að vera að fara á árshátíð svona á þriðjudegi þar sem maður er nýkomin úr helgarfríi. Þetta verður bara gaman. Ég var að koma heim frá Selfossi, ég, Ásgerður, Hansína og Birna Bald skelltum okkur í kaupstað og fórum í ljós, átvr að sjálfsögðu, litun og plokkun og svona þetta helsta....!
Við Laugdælastelpur áttum að vera að spila í kvöld við Hamar í HSK mótinu en því miður varð að fresta þeim leik vegna einhvers misskilnings út af íþróttahúsinu og verður sá leikur að bíða betri tíma. Við vorum að spila við Breiðablik á föstudaginn í smáranum og við gjörsamlega skíttöpuðum þeim leik, vorum ógeðslega lélegar!! Svo er það bara Tindastólsstelpurnar sem koma í heimsókn á föstudagskvöldið.
Jæja best að fara að koma sér út í hús á æfingu, ekki veitir af henni!!!
See ya............

Mánudagur til mæðu!

Enn einn mánudagurinn hefur litið dagsins ljós og þessi er svosem ekkert verri eða betri en einhver annar mánudagur, bara mánudagur eins og þeir eru. Þá er maður svona að jafna sig eftir helgina. Ýmist eftir sukk og svínarí eða ótrúlega leti. Ég sukkaði, svínaði og letaði..! En sukkið fólst að þessu sinni ekki í djammsukki heldur átsukki.. þvílíkt og annað eins. Ég held ég hafi þrætt alla skyndibitastaði höfuðborgarinnar þennan stutta tíma sem ég var í borginni. En dí.. fokkit, maður þarf nú að næra sig!
Ég held að það sé metþátttaka könnuninni í þetta skipti. Miklum meirihluta finnst við auðvitað vera að standa okkur, en svo eru einhverjir sem hafa komið gleraugnalausir inná síðuna og hreinlega bara hakað í einhvern reitinn án þess að vita svo mikð sem hvað stæði í honum. Ég gruna nú reyndar einn lesanda um að hafa hakað í neðsta reitinn vitandi af því.. en það er bara af því að hann er svo abbó af því að okkar síða gengur miklu betur en hans. Ég vil í fyrsta lagi benda þessum lesanda á að hans síða kemst aldrei með tærnar þar sem við höfum hælana (þetta máltak er einhvern veginn svona, man það ekki alveg og veit ekki hvort það er rétt svona en þið vitið hvað ég meina). Í annan stað vil ég benda hinum fjölmörgu lesendum á það að koma sem oftast við.. ekki endilega til að lesa hvað stendur bara til að reka nefið inn eins og maður segir, aðeins til þess að heimsóknum fjölgi. Því jú, ég er í keppni (áróður er greinlega leyfður) og því endilega bara að refresha.. :o)
Já helgin fór semsagt bara í ekki neitt eiginlega. Vorum að spila á föstudag í Smáranum á móti Breiðablik. Það vill nú ekki betur til en ég man bara ekki alveg hvernig leikurinn fór.. *hóst*..! Á laugardag fórum ég og Sirrý í bíó að sjá Somehting´s gotta give sem var bara alveg þrælgóð og sunnudagurinn fór að mestu í búðarráp..!
En núna.. ja ég veit ekki, ætli ég fari ekki bara að leggja kapal!

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Ný könnun komin!!!!
Jæja þá er búið að setja inn nýja könnun hérna á síðuna og ég hvet fólk til þess að kjósa í henni, svo við sjáum nú hvernig við erum að standa okkur:)
Annars er bara allt gott að frétta fyrsta vikan í skólanum senn á enda og verður haldið til höfuðborgarinnar, leikur hjá okkur á föstudagskvöldið í smáranum við Breiðablik klukkan 19:15 fyrir þá sem vantar eitthvað að gera svona á föstudagskvöldi um að gera að mæta!!!
Jæja þetta er nóg í bili.....bið að heilsa

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Unnum leikinn!

Jamm... vorum semsagt að spila í gær við Flúðir í gær (ekki Hamar eins og Sirrý sagði hérna í pistlinum hér á undan, hún hefur misskrifað sig stelpan). Við unnum eftir afspyrnuslakan leik með 22 stigum. Ekki get ég sagt að þessi leikur hafi glatt augað mikið.. hreint út sagt drepleiðinlegur leikur, eða allt að því alla vega..! Rúmið mitt er búið að eiga hug minn allan frá því að ég kom á vatnið. Það er nú líka þannig að þegar skólafélagar manns halda vöku fyrir manni langt fram á nótt með gítarglamri og blues þá verður mar nú að leggja sig á daginn.. og helst ekkert fara útúr rúminu fyrr en daginn eftir. Og alltaf er eins erfitt að vakna á morgnana, það er alveg magnað max. Annars verð ég að hrósa mínum skólafélögum fyrir góðan söng og taktfestu í lögunum sem þeir sungu hérna hinum megin við vegginn og verð ég að þakka þeim fyrir að tileinka okkur Sirrý eitt lag.. en það hljómaði eitthvað á þessa leið...

Anna og Sirrý, eru svo góðir grannar, þær koma aldrei að kvarta.
Það er svo gott að eiga góða granna.

Lagið var eitthvað líkt þessu.. en textinn er nú kannski ekki alveg réttur (ekki það að þeir muni það eitthvað núna).
Á þriðjudaginn er árshátíð KHÍ og er stefnan sett á að skella sér á hana (þ.e af að maður finnur einhvern samkvæmisklæðnað) og svo er að punga út aur fyrir miðanum.. en "Það er nú einu sinni þannig að það er auðveldara að eyða peningunum en að afla þeirra.. verði ykkur að góðu!"

mánudagur, febrúar 02, 2004

Herbergi 19 á ný:)
Jæja þá er maður komin aftur á suðurlandið eftir langa og mjög góða dvöl á Ísó! Við stöllur skelltum okkur út á lífið svona síðustu helgina heima. Kalli bauð í mat og fóru Anna og Káta krullan til hans en ég var heima í fjölskyldumatarboði en náði í eftirréttinn til hans Kalla, dýrindis melónu ís! Nú stefnan var sett á Flateyri á Heiðu og heiðingjana og Solla þessi elska keyrði fyrir okkur og stóð sig eins og hetja! Stoppuðum nú ekki lengi á Vagninum þar sem við þekktum voða fáa og vorum eiginlega ekkert að gefa þessu séns,(maður er oðin allt of vanafastur) Solla setti bara í fluggír og við brunuðum í sjallann og náðum síðasta hálftímanum þar!! En ég verð eiginlega að segja að skemmtanalífið er ekki upp á marga fiska þessa mánuðina á Ísó!!
Í dag byrjaði svo skólinn og þetta byrjaði bara rólega, bara búið um 11, enda má maður ekki byrja of skart, getur verið hættulegt:)
Svo fara Laugdælir að fara á fult, æfing í kvöld og svo 2 leikir í þessari viku, á morgun en heimaleikur á móti Kamar í HSK mótinu og svo er útileikur við Breiðablik á föstudaginn í 2.deildinni og hvetjum við alla að kíkja á þessa leiki!!
Ég bið bara að heilsa í bili og verið nú dugleg að kvitta fyrir komu ykkar á síðunni, alltaf gaman af því og ég hvet ykkur að kíkja á myndasíðurnar okkar! Alltaf að bætast við myndir!!
Alltílagibless...........

This page is powered by Blogger. Isn't yours?