mánudagur, mars 29, 2004
föstudagur, mars 26, 2004
Síðasti deildarleikurinn í kvöld:)
Já þá er komið að því, síðasti leikurinn í 2. deildinni er í kvöld og tökum við á móti Fjólu og co í Þór Akureyri. Það er komið í ljós að við erum búnar að tryggja okkur 2. sætið og þar með silfur í deildinni þrátt fyrir það hvernig leikurinn í kvöld fer, en auðvitað stefnum við á sigur, ekkert gaman að tapa síðasta leiknum og verður allt lagt í þennan leik. Einar þjálfi býður okkur heim fyrir leik og er planið að borða saman og horfa á eina góða dvd!!
Svo ætlum við að bruna í borgina og skunda á Players Kópavogi á Skagfirðingakvöld og sjá vin okkar hann Kalla lemja trommurnar í "come backinu" hjá Herramönnum en þeir munu troða upp ásamt hljómsveitunum Von og Spútnik. Þetta verður án efa geysilegt stuð. Á morgun á svo að fara á milli íþróttahúsa og horfa á hina ýmsu kappleiki og enda svo á Laugarvatni í afmælispartýi hjá honum Atla hennar Bubbu en hann verður 25 ára á morgun og fær hann hér með eina snemmbúna afmæliskveðju:)
Annars er bara allt gott að frétta héðan, búnar að hafa það mjög gott síðan að við komum aftur frá Ísó, og svo er bara ein vika eftir í skólanum og þá er aftur komið frí og í heila 18 daga!!! Já það er sko lúxus að vera í skóla!!(en ætli maður þurfi svo sem ekki að glugga í bækur og lesa vel fyrir prófin í páskafríinu)
Annars hef ég ekkert meira að segja í bili og bið bara að heilsa öllum.....................au revoir
Já þá er komið að því, síðasti leikurinn í 2. deildinni er í kvöld og tökum við á móti Fjólu og co í Þór Akureyri. Það er komið í ljós að við erum búnar að tryggja okkur 2. sætið og þar með silfur í deildinni þrátt fyrir það hvernig leikurinn í kvöld fer, en auðvitað stefnum við á sigur, ekkert gaman að tapa síðasta leiknum og verður allt lagt í þennan leik. Einar þjálfi býður okkur heim fyrir leik og er planið að borða saman og horfa á eina góða dvd!!
Svo ætlum við að bruna í borgina og skunda á Players Kópavogi á Skagfirðingakvöld og sjá vin okkar hann Kalla lemja trommurnar í "come backinu" hjá Herramönnum en þeir munu troða upp ásamt hljómsveitunum Von og Spútnik. Þetta verður án efa geysilegt stuð. Á morgun á svo að fara á milli íþróttahúsa og horfa á hina ýmsu kappleiki og enda svo á Laugarvatni í afmælispartýi hjá honum Atla hennar Bubbu en hann verður 25 ára á morgun og fær hann hér með eina snemmbúna afmæliskveðju:)
Annars er bara allt gott að frétta héðan, búnar að hafa það mjög gott síðan að við komum aftur frá Ísó, og svo er bara ein vika eftir í skólanum og þá er aftur komið frí og í heila 18 daga!!! Já það er sko lúxus að vera í skóla!!(en ætli maður þurfi svo sem ekki að glugga í bækur og lesa vel fyrir prófin í páskafríinu)
Annars hef ég ekkert meira að segja í bili og bið bara að heilsa öllum.....................au revoir
mánudagur, mars 22, 2004
Veðurtepptar....
Já, maður á víst aldrei að treysta því að maður komist héðan frá firðinum Ísa á réttum tíma. Áttum að fara suður í dag en jú það var ekki flogið. Það er svosem ekki slæmt, ein auka nótt heima í sælunni..!
Fórum í þrítugs afmæli hjá Bobbu þjálfaranum í blaki í gær. Skemmtum við okkur báðar alveg obboslega vel. Það var drukkið, dansað, farið í drykkjuleik og ég veit ekki hvað og hvað. Er búin að setja myndir síðan í gær inná myndasíðuna (FLEIRI MYNDIR). Um gæði myndanna ætla ég ekkert að segja.. en held að þetta geti bara ekki talist góð myndataka þar sem á flestum myndunum sést aðeins í hálft andlit eða eitthvað slíkt. En hvað um það, þær eru alla vega komnar þarna inn. Og blakkonur.. ef þið viljið láta taka eitthvað af þessum myndum út.. þá bara látiði vita.. :o)
Það var ekki fleira í bili.. bara vatnið á morgun og mín bíður ægilega skemmtilegt verkefni sem á einmitt að skila á morgun.. :o)
Góða nótt..
Já, maður á víst aldrei að treysta því að maður komist héðan frá firðinum Ísa á réttum tíma. Áttum að fara suður í dag en jú það var ekki flogið. Það er svosem ekki slæmt, ein auka nótt heima í sælunni..!
Fórum í þrítugs afmæli hjá Bobbu þjálfaranum í blaki í gær. Skemmtum við okkur báðar alveg obboslega vel. Það var drukkið, dansað, farið í drykkjuleik og ég veit ekki hvað og hvað. Er búin að setja myndir síðan í gær inná myndasíðuna (FLEIRI MYNDIR). Um gæði myndanna ætla ég ekkert að segja.. en held að þetta geti bara ekki talist góð myndataka þar sem á flestum myndunum sést aðeins í hálft andlit eða eitthvað slíkt. En hvað um það, þær eru alla vega komnar þarna inn. Og blakkonur.. ef þið viljið láta taka eitthvað af þessum myndum út.. þá bara látiði vita.. :o)
Það var ekki fleira í bili.. bara vatnið á morgun og mín bíður ægilega skemmtilegt verkefni sem á einmitt að skila á morgun.. :o)
Góða nótt..
laugardagur, mars 20, 2004
Síðasti dagur í sælunni!!
Jæja, ætli það sé ekki komið að mér að setja inn smá pistil. Ég má nú ekki láta Önnu hina Norsku alveg mala mig í pistlagerðinni. Já, nú er það bara síðasti dagur á Ísó......ótrulegt en satt ,þá er skólinn að fara að byrja aftur á mánudaginn, en mikið er nú samt ljúft að vera svona í fríi og ekki skemmir það fyrir að vera á "hótel mömmu". Það sem hefur gerst hérna á kjálkanum er það að við stöllur tókum í spil heima hjá henni Halldóru á fimmtudagskvöldið eftir að hafa hjálpað henni "Ellu frænku" að flytja. Nú það er ekkert um það að segja nema Anna Soffía sigraði hið margfræga 3ja stokka spil á endasprettinum. Í gær fórum við vambir og Hansína í gögnutúr, fórum bumbuhringinn eins og hann er kallaður!! Nú svo var það blakæfingin í gærkvöldi og eftir hana var haldið heim til Dóru Lóu og ætlunin var að horfa á Idol og panta pizzu en þar sem okkur seinkaði örlítið þá misstum við af Idol en pöntuðum samt sem áður pizzuna:)
Í kvöld er svo planið að kíkja út á lífið, erum að fara í afmæli, nú ætli stefnan verði ekki sett á sjallan(ekki mikið annað í boði svo sem) Svo er það bara Laugarvatnið sem tekur við á morgun!!!
Best að enda þennan pistil á því að vitna í hann Hemma Gunn
" veriði hress, ekkert stress, bless bless"
Jæja, ætli það sé ekki komið að mér að setja inn smá pistil. Ég má nú ekki láta Önnu hina Norsku alveg mala mig í pistlagerðinni. Já, nú er það bara síðasti dagur á Ísó......ótrulegt en satt ,þá er skólinn að fara að byrja aftur á mánudaginn, en mikið er nú samt ljúft að vera svona í fríi og ekki skemmir það fyrir að vera á "hótel mömmu". Það sem hefur gerst hérna á kjálkanum er það að við stöllur tókum í spil heima hjá henni Halldóru á fimmtudagskvöldið eftir að hafa hjálpað henni "Ellu frænku" að flytja. Nú það er ekkert um það að segja nema Anna Soffía sigraði hið margfræga 3ja stokka spil á endasprettinum. Í gær fórum við vambir og Hansína í gögnutúr, fórum bumbuhringinn eins og hann er kallaður!! Nú svo var það blakæfingin í gærkvöldi og eftir hana var haldið heim til Dóru Lóu og ætlunin var að horfa á Idol og panta pizzu en þar sem okkur seinkaði örlítið þá misstum við af Idol en pöntuðum samt sem áður pizzuna:)
Í kvöld er svo planið að kíkja út á lífið, erum að fara í afmæli, nú ætli stefnan verði ekki sett á sjallan(ekki mikið annað í boði svo sem) Svo er það bara Laugarvatnið sem tekur við á morgun!!!
Best að enda þennan pistil á því að vitna í hann Hemma Gunn
" veriði hress, ekkert stress, bless bless"
fimmtudagur, mars 18, 2004
Kjæmpe bra!
Veit ekkert hvernig Kjæmpe er skrifað en mér fannst þetta líklegt..
Jebb ég er búin að slá því föstu að ég ætla að vera út í Norge í sumar. Sella hringdi í mig í síðustu viku og spurði hvort mig langaði ekki að koma og vinna á hótelinu sem hún er að vinna á útí Geilo. Svo ég er búin að hugsa þetta fram og til baka endalaust því eins og mér einni er lagið þá get ég velt mér uppúr svona hlutum alveg endalaust. Þegar kemur að því að þurfa að taka einhverja ákvörðun um eitthvað þá er ég algjörlega ónýt og veit ekkert í hvort fótinn ég á að stíga. En ég er semsagt búin að ákveða þetta og "no turning back" eins og Selfríður heillin orðaði það svo skemmtilega í smsinu sem hún sendi mér. Í sama essemmessi lofaði hún mér einmitt að þetta sumar yrði frábært..og það er eins gott að hún standi við það! Hef svosem litla trú á því að þetta eigi eftir að verða leiðinlegt!
Annars er lítið að frétta. Er bara enn í sæl í sælunni. Ekki hefur farið mikið fyrir lærdómi eða hreyfingu eins og ætlunin var, ekki frekar en vanalega.. geri það bara á morgun! Á morgun segir sá.. sá lati já!
Við erum nú samt búin að gera sitthvað, á mánudag fórum við á blakæfingu, á þriðjudag á föndurkvöld (sem fór reyndar í allt annað en föndur nema hjá Dóru)heima hjá Steinku á Suðureyri, í gær fórum við Sirrý svo í lagninu hjá Kátu krullunni og um kvöldið var horfðum við á söngvakeppni menntaskólans í gamla apótekinu. Í dag vorum við Sirrý svo að dunda okkur við að gera verkefni í tómstundafræði sem við eigum by the way ekki að skila fyrr en 1. apríl og sjaldan eða aldrei hefur það gerst að ég hafi byrjað á verkefni svona löngu áður en á að skila því. En það er bara gott mál!
Svo er Bachelor í kvöld.. missið ekki af því!
Ha det bra!
Veit ekkert hvernig Kjæmpe er skrifað en mér fannst þetta líklegt..
Jebb ég er búin að slá því föstu að ég ætla að vera út í Norge í sumar. Sella hringdi í mig í síðustu viku og spurði hvort mig langaði ekki að koma og vinna á hótelinu sem hún er að vinna á útí Geilo. Svo ég er búin að hugsa þetta fram og til baka endalaust því eins og mér einni er lagið þá get ég velt mér uppúr svona hlutum alveg endalaust. Þegar kemur að því að þurfa að taka einhverja ákvörðun um eitthvað þá er ég algjörlega ónýt og veit ekkert í hvort fótinn ég á að stíga. En ég er semsagt búin að ákveða þetta og "no turning back" eins og Selfríður heillin orðaði það svo skemmtilega í smsinu sem hún sendi mér. Í sama essemmessi lofaði hún mér einmitt að þetta sumar yrði frábært..og það er eins gott að hún standi við það! Hef svosem litla trú á því að þetta eigi eftir að verða leiðinlegt!
Annars er lítið að frétta. Er bara enn í sæl í sælunni. Ekki hefur farið mikið fyrir lærdómi eða hreyfingu eins og ætlunin var, ekki frekar en vanalega.. geri það bara á morgun! Á morgun segir sá.. sá lati já!
Við erum nú samt búin að gera sitthvað, á mánudag fórum við á blakæfingu, á þriðjudag á föndurkvöld (sem fór reyndar í allt annað en föndur nema hjá Dóru)heima hjá Steinku á Suðureyri, í gær fórum við Sirrý svo í lagninu hjá Kátu krullunni og um kvöldið var horfðum við á söngvakeppni menntaskólans í gamla apótekinu. Í dag vorum við Sirrý svo að dunda okkur við að gera verkefni í tómstundafræði sem við eigum by the way ekki að skila fyrr en 1. apríl og sjaldan eða aldrei hefur það gerst að ég hafi byrjað á verkefni svona löngu áður en á að skila því. En það er bara gott mál!
Svo er Bachelor í kvöld.. missið ekki af því!
Ha det bra!
sunnudagur, mars 14, 2004
Þvílík bongóblíða í dag! Það er bara eins og það sé hásumar, sól og blíða. Ósköp sem það er gott að vera komin heim í smá tíma.. sofa í mínu rúmi, borða mömmumat og slíkt. Helgin fór í lítið sem ekki neitt. Á föstudaginn fór ég í bæinn og fór í sund með Pálínu og litlu frænku hennar Birtu. Ekki fór ég nú til að synda í það skiptið.. ekki frekar en fyrri daginn. Nú verð ég klárlega að fara að æfa mig ef ég ætla einhvern tímann að ná þessu. Ég á svosem aldrei eftir að meika að ná þessum helv.. tímatökum þar sem ég er ekkert búin að æfa mig. Þetta er bara svo djöfulli ógeðslega leiðinlegt og þá er ég mjög vægorð ef það orð er til! Nóg um það.. ég verð pirruð og reið þegar ég hugsa um þetta! Í gær mætti ég svo alveg eldhress útá flugvöll klukkan hálf 9. Kom svo hingað í blíðuna og þá var skundað beint í Gamla bakaríð.. sem ég fullyrði að er eitt bestastastastasta bakarí í heimi.. ha Ásgerður.. já í heimi!
Í dag fór ég út að hlaupa.. dugleg ég, kíkti á bocciamót í íþróttahúsinu og borðaði bayonneskinku með öllu tilheyrandi! Núna er ég að láta mér leiðast með annað augað á hinu frábæra sjónvarpsefni sem er í boði þetta sunnudagskvöldið og hitt á tölvuskjánum!
Adios!
Í dag fór ég út að hlaupa.. dugleg ég, kíkti á bocciamót í íþróttahúsinu og borðaði bayonneskinku með öllu tilheyrandi! Núna er ég að láta mér leiðast með annað augað á hinu frábæra sjónvarpsefni sem er í boði þetta sunnudagskvöldið og hitt á tölvuskjánum!
Adios!
fimmtudagur, mars 11, 2004
Ísafjörður here we come
Jebb.. nú liggur leiðin heim í heiðardalinn. Sirrý fer á morgun en ég fer á laugardagsmorgun. Það verður nú voða gott að koma heim held ég. Það er ekki mikið búið að gerast síðustu daga. Í gærkvöldi var kallakvöld og það var trallað svona aðeins frameftir. Vorum svo bara stutt í skólanum í dag, bara tómstundafræði. Karlpeningurinn í skólanum var alveg eiturhress svo ekki sé meira sagt þegar þeir komu aftur uppeftir í gærkvöldi eftir að hafa verið í bænum. Þeir voru reyndar mishressir.. sumir hressari en aðrir, og sumir fóru bara snemma að sofa... :o)
Vil benda á nýju myndasíðuna sem ég var að setja inn. Síðan er undir FLEIRI MYNDIR. Þetta er svosem ekkert ný síða.. ég bara gat ekki bætt fleiri myndum inná hina síðuna þannig að ég bjó bara til aðra. Þar má sjá myndir af karlpeningnum síðan í gær í geysilegu formi.
Unnari fannst mjög gott að láta nudda sig.. :)
Jebb.. nú liggur leiðin heim í heiðardalinn. Sirrý fer á morgun en ég fer á laugardagsmorgun. Það verður nú voða gott að koma heim held ég. Það er ekki mikið búið að gerast síðustu daga. Í gærkvöldi var kallakvöld og það var trallað svona aðeins frameftir. Vorum svo bara stutt í skólanum í dag, bara tómstundafræði. Karlpeningurinn í skólanum var alveg eiturhress svo ekki sé meira sagt þegar þeir komu aftur uppeftir í gærkvöldi eftir að hafa verið í bænum. Þeir voru reyndar mishressir.. sumir hressari en aðrir, og sumir fóru bara snemma að sofa... :o)
Vil benda á nýju myndasíðuna sem ég var að setja inn. Síðan er undir FLEIRI MYNDIR. Þetta er svosem ekkert ný síða.. ég bara gat ekki bætt fleiri myndum inná hina síðuna þannig að ég bjó bara til aðra. Þar má sjá myndir af karlpeningnum síðan í gær í geysilegu formi.
Unnari fannst mjög gott að láta nudda sig.. :)
sunnudagur, mars 07, 2004
Ja hérna hér!! hverjar eru líkurnar að ég giftist þessum manni:)

You are going to Marry Josh Hartnett. He is really
shy, but don't let that fool you. He is really
outgoing and sweet with those he loves and will
be loyal to them for the rest of his life.
Congrats!!
Which male celebrity are you going to marry? (now 12 (i just added more, and still more to come!)results that have pics!)
brought to you by Quizilla
You are going to Marry Josh Hartnett. He is really
shy, but don't let that fool you. He is really
outgoing and sweet with those he loves and will
be loyal to them for the rest of his life.
Congrats!!
Which male celebrity are you going to marry? (now 12 (i just added more, and still more to come!)results that have pics!)
brought to you by Quizilla
föstudagur, mars 05, 2004
Róleg helgi framundan
Þá er runnin upp enn ein helgin, merkilegt hvað tíminn líður hratt. Þessa helgina ætlum við vambirnar að dvelja á Laugarvatninu og er stefnan sett á hvíld, lærdóm og auðvitað að fara og hrista af sér slenið í íþróttahúsinu. Áslaug og Unnar voru hjá okkur í mat og gáfum við þeim æðislega pizzu og frábærar franskar að borða og borðuðu þau á sig gat:) Svo héldum við Áslaug smá borðtennismót og er staðan 4-3 fyrir Áslaugu!!! Stefnan að hittast fljótt aftur og halda áfram þar sem frá var horfið!!
En ég hef nú eiginlega ekkert meira að segja í bili, ekkert að frétta, nema við erum að fara heim um næstu helgi, erum í vikufríi í skólanum....jibbí, Ísafjörður here we come:)
later..........
Þá er runnin upp enn ein helgin, merkilegt hvað tíminn líður hratt. Þessa helgina ætlum við vambirnar að dvelja á Laugarvatninu og er stefnan sett á hvíld, lærdóm og auðvitað að fara og hrista af sér slenið í íþróttahúsinu. Áslaug og Unnar voru hjá okkur í mat og gáfum við þeim æðislega pizzu og frábærar franskar að borða og borðuðu þau á sig gat:) Svo héldum við Áslaug smá borðtennismót og er staðan 4-3 fyrir Áslaugu!!! Stefnan að hittast fljótt aftur og halda áfram þar sem frá var horfið!!
En ég hef nú eiginlega ekkert meira að segja í bili, ekkert að frétta, nema við erum að fara heim um næstu helgi, erum í vikufríi í skólanum....jibbí, Ísafjörður here we come:)
later..........
miðvikudagur, mars 03, 2004
Kvennakvöld
Í gær var hið margrómaða kvennakvöld hérna í skólanum. Rútuferðin hófst á því að við tókum hring á Selfoss til að ná í Bubbu ásamt því að sinna nokkrum erindum. Svo lá leiðin í höfuðborgina og við byrjuðum á því að fá okkur í svanginn á Ruby Tuesday.. ljúffengt alveg. og eftirrétturinn var ekki af síðri endanum. Þegar allir voru orðnir mettir fórum við í magadans í Kramhúsið. Eða þetta var eiginlega ekki magadans heldur svona mjaðma- mittisdans. Við stóðum okkur misvel verð ég að segja og það fækkaði alltaf á gólfinu eftir því sem mjaðmahnykkirnir urðu fleiri og strembnari. Þetta var samt alveg geysi gaman og aldrei að vita nema mar leggi þetta bara fyrir sig í framtíðinni..! Eftir maga- mittis- mjaðmadansinn lá leiðin bara aftur uppeftir á vatnið góða. Karlpeningurinn í skólanum tók á móti okkur með sæmd og voru nokkrar af okkur meðal annars látnar sýna hvað þær höfðu lært í Kramhúsinu. Svo var haldið áfram að skralla fram eftir nóttu.
Dagurinn í dag hefur verið með latasta móti. Mar er svona að skríða framúr rúminu.. :o) Sirrý er þotin í bæinn en ég fer í fyrramálið. Erum að fara í tíma í tómstundafræði í Stakkahlíðinni.
Myndir frá kvennakvöldinu eruhér
Svo er það.. hver verður gestur númer 2000?!
Í gær var hið margrómaða kvennakvöld hérna í skólanum. Rútuferðin hófst á því að við tókum hring á Selfoss til að ná í Bubbu ásamt því að sinna nokkrum erindum. Svo lá leiðin í höfuðborgina og við byrjuðum á því að fá okkur í svanginn á Ruby Tuesday.. ljúffengt alveg. og eftirrétturinn var ekki af síðri endanum. Þegar allir voru orðnir mettir fórum við í magadans í Kramhúsið. Eða þetta var eiginlega ekki magadans heldur svona mjaðma- mittisdans. Við stóðum okkur misvel verð ég að segja og það fækkaði alltaf á gólfinu eftir því sem mjaðmahnykkirnir urðu fleiri og strembnari. Þetta var samt alveg geysi gaman og aldrei að vita nema mar leggi þetta bara fyrir sig í framtíðinni..! Eftir maga- mittis- mjaðmadansinn lá leiðin bara aftur uppeftir á vatnið góða. Karlpeningurinn í skólanum tók á móti okkur með sæmd og voru nokkrar af okkur meðal annars látnar sýna hvað þær höfðu lært í Kramhúsinu. Svo var haldið áfram að skralla fram eftir nóttu.
Dagurinn í dag hefur verið með latasta móti. Mar er svona að skríða framúr rúminu.. :o) Sirrý er þotin í bæinn en ég fer í fyrramálið. Erum að fara í tíma í tómstundafræði í Stakkahlíðinni.
Myndir frá kvennakvöldinu eru
Svo er það.. hver verður gestur númer 2000?!
mánudagur, mars 01, 2004
Helgin bara búin eins og hendi hafi verið veifað. Var hérna á vatninu þangað til í gær en þá brá ég mér í borgina. Fórum til Bubbu í útskriftarveislu en hún var að útskrifast úr viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Bubba semsagt komin með fínan titil í símaskrána.. Elísabet Samúelsdóttir viðskiptafræðingur. Ekki slæmur titill það. Til hamingju með það Bubba.
Við Sirrý skelltum okkur svo á djammið í borginni. Sátum fyrst heima hjá Brynju frænku að spila 21.. nei okkur leiddist ekkert. Fórum svo til Auðar vinkonu Sirrýar og sátum þar nokkur og spiluðum m.a. Circle of death við mikla kátínu viðstaddra. Svo var bara skundað í bæinn. Fórum á Sólon og komumst að því að VIP röðin (röðin fyrir effemm hnakkana og ljóshærðu píurnar í skálastærð D) gengur ekkert hraðar en röðin fyrir "venjulega" fólkið. Trylltum svo lýðinn á dansgólfinu með því að stíga vel út og skrína ballgesti. Hversu vel fólk tók almennt í það ætla ég ekki að tjá mig um að svo stöddu.
Er núna mætt aftur á vatnið en Sigga Gau er enn í bænum. Sit bara inní herbergi með Noruh.. Sjónvarpslaus og allslaus.. haldiði að það sé!
Var að setja inn nokkrar nýjar myndir!
Við Sirrý skelltum okkur svo á djammið í borginni. Sátum fyrst heima hjá Brynju frænku að spila 21.. nei okkur leiddist ekkert. Fórum svo til Auðar vinkonu Sirrýar og sátum þar nokkur og spiluðum m.a. Circle of death við mikla kátínu viðstaddra. Svo var bara skundað í bæinn. Fórum á Sólon og komumst að því að VIP röðin (röðin fyrir effemm hnakkana og ljóshærðu píurnar í skálastærð D) gengur ekkert hraðar en röðin fyrir "venjulega" fólkið. Trylltum svo lýðinn á dansgólfinu með því að stíga vel út og skrína ballgesti. Hversu vel fólk tók almennt í það ætla ég ekki að tjá mig um að svo stöddu.
Er núna mætt aftur á vatnið en Sigga Gau er enn í bænum. Sit bara inní herbergi með Noruh.. Sjónvarpslaus og allslaus.. haldiði að það sé!
Var að setja inn nokkrar nýjar myndir!