<$BlogRSDUrl$>

Eigendur bloggsins eru Anna Fía og Sirrý, nýútskrifaðir íþróttafræðingar frá Laugarvatni. Við erum búsettar eins og er á hinum æðislega stað Ísafirði. Lifið heil!

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Jæja þá er verkefnaskilum lokið þetta vorið! Kláruðum síðasta verkefnið, skýrslu í afkastagetu og íþróttamælingum í gærnótt klukkan nákvæmlega 04:46 að staðartíma! Þá var búið að prenta og alles (52 bls nota bene!) og bara eftir að gorma inn sem var gert í gærmorgun. Í gær var svo legið í pottinum í rúma 3 tíma og ég er ekki frá því að mar hafi náð smá lit í andlitið! Í dag fórum ég og Ásgerður svo í borgarferð. Var að láta snótina í sumarskóna og svona!
Núna bíður hins vegar ógeðis lærdómur sem ég er engan veginn að nenna.. jú og úrslitaþátturinn í Bachelor kl.22:00! Það er semsagt lædómur í 54 mín.. nógur lærdómur þennan daginn!
Hei og já.. ég pantaði mér far til London í gær.. fyrir aðeins 3110 KR!! Það er ódýrara en að fljúga á Ísafjörð. Ég ætla að flytja til London!
Yfir og Út!

mánudagur, apríl 26, 2004

Fleiri lokahófsmyndir
Var að setja inn fleiri myndir frá lokahófinu.. þær eru jú undir FLEIRI MYNDIR! Vil þakka Fríðu fegurðardrottningu fyrir afnotin af myndunum.
Annars er lítið að segja. Erum bara á kafi í verkefnavinnu. Skiluðum einu í dag og svo á að skila öðru á miðvikudag. Það er svo mikið álag á okkur vinkonunum. Er næstum því að mygla því þetta er frekar leiðinlegt verkefni sem við erum að gera..! Þetta er semsagt einn af hamingjudögunum þar sem Anna Ess er hress!!

sunnudagur, apríl 25, 2004

Ritstíflan farin.....
Já eins og þið hafið eflaust tekið eftir þá hefur það alfarið verið í Önnu höndum að skrifa hérna inn á síðuna þar sem að ég þjáðist af gífulegri ritstíflu, en það er allt að braggast og hef ég fengið meðferð og lyf við þessu vandamáli:)
Annar er bara voðalítið að frétta þessa dagana þar sem að dagarnir snúast aðallega um það að læra og gera skýrslur en þetta hlýtur allt saman að taka enda, enda erum við sterkastar á endasprettinum....) Svo fara bara að koma próf, það er alveg ótrúlegt hvað tíminn flýgur frá manni, ótrúlegt að við séum að klára 2. árið hérna í skólanum og bara eitt ár eftir!!

En ég hef bara ekkert meira að segja í bili, þannig að ég læt þetta duga......!!!

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Lokahóf Laugdæla
Já lokahófið var í gær. Það heppnaðist alveg þrælvel og hef sjaldan hlegið eins mikið á einu kvöldi. Þetta var ljótufatapartý og fékk enginn inngöngu nema að vera í hæfilega ljótum fötum. Við stelpurnar í liðinu byrjuðum herlegheitin á því að fara upp í bústað hjá Áslaugu í freyðivín og osta. Þvínæst var haldið í minigolf og verða úrslitin ekki tilkynnt hér á síðunni, en annar eigandi síðunnar semsagt var í síðasta sæti og hinn í fyrsta sæti.. en hvor var hvar verður ekki nefnt hér!! Eftir golfið fóru einhverjir í pottinn hjá Áslaugu og svo var haldið heim til Einars þjálfara. Þar fengum við pizzur að eta og missterkir drykkir voru í boði. Svo fór fram skipulögð dagskrá frá nefndinni og þjálfurunum. Viðurkenningar veittar og leikir fram eftir kvöldi. Toppurinn á kvöldinu var samt þegar einhverjir tóku sig til og fóru í rappkeppni.. það var klárlega það fyndasta sem ég hef séð í langan tíma. Það er vert að taka fram að Ásgerður var meistarinn í rappinu og var hún mjög verðugur sigurvegari!
Svona í lokin ætla ég að þakka flugfélaginu fyrir veittan stuðning og Þórdísi fyrir liðlegheitin síðustu mánuðina!
LENGI LIFI FLUGFÉLAGIÐ!p.s. setti inn myndir frá gærkvöldinu.. þær eru undir FLEIRI MYNDIR!
p.p.s. Gleðilegt sumar.. :o)

mánudagur, apríl 19, 2004

Erum á lífi..
Komnar á vatnið og framundan er bráðskemmtilegur tími umvafinn verkefnum og próflestri! Ekki frekar en vanalega er maður búinn með eitt einasta verkefni heldur er þetta sama gamla lumman.. að geyma verkefnið þar til nóttina áður en á að skila! Þannig á að vinna það.. held ég fái magasár fyrir 30 ára af stressi!
Nóg um það... Var að setja inn myndir frá páskunum.. þær eru undir FLEIRI MYNDIR..!
En núna bíður æfing.. nú og svo lokahóf Laugdæla á miðvikudag!
Yfir og út!

föstudagur, apríl 09, 2004

Var að koma heim af fótboltavellinum. Þar var í gangi stór kappleikur þar sem áttust við Gamla bullur á móti ungum spörkurum. Ég og Sirrý vorum að óskiljanlegri ástæðu í liði gamla fólksins ásamt öðrum velvöldum manneskjum. Ég væri nú ekki að segja frá þessu ef við hefðum ekki unnið sem og við gerðum. Leikurinn endaði 7-3 fyrir okkur gömlu konunum. Ég verð nú að segja að formið er ekki uppá sitt besta þessa dagana... sem og síðustu mánuði og ár!


Bullurnar fagna sætum sigri

Í kvöld er ball með Írafár í félagsheimilinu í Hnífsdal.. dal dýranna. Fyrir ball ætlum við að hittast heima hjá Sollu Ella og gíra okkur upp fyrir dansleik. Þemað sem ég nefndi í pistlinum hér að neðan verður hattar og bindi sem var eiginlega Borghildar hugmynd. Nú er bara að fara inní skáp hjá Lauga og athuga hvort ég finni ekki eitthvað við hæfi!
Þangað til næst..
Adios amigos

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Jæja nú er mar komin heim í páskafrí. Það er ýmist ökkli eða eyra.. (þetta orðtak er einhvern veginn svona). Annað hvort kemur mar ekki heim heilu mánuðina eða er heima aðra hverja viku og þannig er það í þetta skiptið. Mér finnst ég eiginlega bara búin að vera heima eftir áramót! Ekkert nema gott um það að segja svosem! Páskafríið er planað í lærdóm og skemmtun..! Það er planið takið eftir.. svo er að sjá hvort mar fylgi því. Ég er alla vega ekki byrjuð á planinu. Hvorki á lærdómnum né skemmtuninni! Við vinkonurnar erum með okkar árlega Backstreet party á föstudaginn langa. Það er vani að hafa eitthvað þema í þessum partýum og að þessu sinni erum við alveg tómar. Erum búnar að hafa sólgleraugu, skart, hárskraut, hálsklúta og hatta. Hefur einhvern góða tillögu um þema? Endilega leggið orð í belg um það!
Hansel var eitthvað að tala um að hann vilji fá verðlaun fyrir að hafa verið gestur númer 3000 á síðunni.. Því miður verð ég að segja þér það góurinn að það eru engin verðlaun fyrir að hafa verið númer 3000.. EN það eru vegleg verðlaun fyrir þann sem er númer 4000.. og því er til mikils að vinna. Endilega refreshaðu Hansel minn uppí 4000!

Jæja nóg í bili,
Góða og gleðilega páska

P.s vil biðja Helgu Völu afsökunar á myndinni hér að neðan í síðasta bloggi ef henni fannst það ekki fyndið. Sjálf er ég ennþá að hlæja....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?