<$BlogRSDUrl$>

Eigendur bloggsins eru Anna Fía og Sirrý, nýútskrifaðir íþróttafræðingar frá Laugarvatni. Við erum búsettar eins og er á hinum æðislega stað Ísafirði. Lifið heil!

fimmtudagur, maí 27, 2004

Hejalleuppa!
Komst adeins i tolvu herna a einhverju netkaffi. Eg hef tad bra herna og geri ekkert annad en ad eta budapizzur tvi vid Svandis nennum ekki ad elda. En tad fer ad koma ad tvi ad vid gerum tad. Tad er fint i vinnunni, og tad er eins skemmtilegt og tad verdur ad trifa klosett. Er i frii a sunnudag og manudag og tad er aldrei ad vita nema ad madur lyfti ser uppa sunnudag.. ta sjaldan ad madur lyftir ser upp!
Bara stutt i tetta skipti.. ha det bra alle sammen, kys og kram eda eins og sviarnir segja tad pus och klem (djofull er eg god i skandinavisku)!
P.s Jeg har store pupper og er pen.
Kvedja Anna Norska

fimmtudagur, maí 20, 2004

Já eins og hún Anna minntist á þá erum við stöllur komnar heim í sæluna. Alltaf gott að komast heim í sitt eigið rúm, fá mömmumat og þar fram eftir, hver kannast ekki við þá tilfinningu??
Ég byrja að vinna á morgun í kirkjugarðinum, það verður fínt, búin að sofa nóg út síðan ég kom heim, ég hef gjörsamlega sofið og sofið. Svo er Kiddi Flosa að koma yfir helgina og við ætlum að klára að skipuleggja leikjanámskeiðin sem við verðum með í sumar, ég er nú samt byrjuð að auglýsa, gerði auglýsingar í gær og hengdi upp á helstu staði bæjarins og meiri að segja á Suðureyri!!
Anna kvaddi fjörðinn Ísa í morgun og hélt suður á leið, en stelpan heldur á vit ævintýranna í fyrramálið......ég segi bara góða ferð Anna mín og skemmtu þér vel í Norge!! Það verður nú samt skrítið hérna, engin Anna og engin Bubba heldur en hún ætlar að vera á Laugarvatninu.
En við sem verðum hérna á svæðinu ætlum ekki að láta okkur leiðast, það er planaður fótbolti hjá KSÍ 2x í viku á gervigrasinu, svo er stefnan að fara 1x í viku til Þingeyrar í blak. Nú svo verður maður að vera duglegur á línuskautunum, en ég Birna og Rakel fórum nokkra hafnarhringi á skautum í dag þrátt fyrir rigningu, ég mæli ekki með því að vera á skautum í rigningu, held líka að það fari illa með skautana!!
En ég hef ekkert meira að segja í bili......endilega verið dugleg að tjá ykkur á spjallborðinu, commentakerfinu nú eða skilja eftir skilaboð í gestabókinni...!!!
See ya.....

þriðjudagur, maí 18, 2004

Prófin búin
.. og mar er komin heim í sæluna. Sælan varir þó í stuttan tíma að þessu sinni þar sem ég fer aftur suður á fimmtudag. Prófið á föstudag gekk.. já það gekk. Ég veit eiginlega ekki hvernig það fer en vonandi vel. Búnar að fá útúr tveimur prófum og náðum við þeim. Á laugardag var svo júróvisjon partý hjá Tótu þar sem stór hluti af SMS liðinu mætti og gerði sér glaðan dag. Mér fannst nú Jónsi greyið kannski ekki alveg vera að meika það á sviðinu. Þetta lag er heldur ekki beint júróvisjonlegt. Vantar þetta grípandi einfalda viðlag og jú risið eða hækkunina. En annars.. ágætt lag svosem!
Keyrði síðan heim á sunnudag og er rétt að hunskast til að taka uppúr töskunum núna.. svona áður en ég byrja að pakka aftur. Það sem það er leiðinlegt að pakka.. svo ég tali ekki um að taka uppúr töskunum svo!
Við vinkonurnar ég, Sirrý, Halldóra og Solla gerðum okkur ferð áðan á Flateyri þar sem við ætluðum að fá okkur sundsprett. En nei..sundlaugin var lokuð vegna viðgerða! Týpískt.. ég hef aldrei hlakkað eins mikið til að fara í sund en einmitt í dag.
Jæja, ætla að fara að henda einhverju lörfum ofaní tösku.. Það er brottför úr Góuholtinu á fimmtudagsmorgun!

fimmtudagur, maí 13, 2004

Eirðarleysi dauðans..
Jeminn eini hvað það er erfitt að einbeita sér alltaf að síðasta prófinu. Ég hef ekki getað setið kyrr við bækurnar nema í svona 15 mín í senn í dag. Er þar af leiðandi ekki búin að læra neitt af viti og klukkan er núna 17 mín yfir 5 og ég er alveg að komast í stresskast! Get ekki beðið eftir að prófið á morgun sé búið. Þá tekur við alþrifnaður á herbergi 19 og svo skundað í bæinn með viðkomu á Selfossi.
En núna.. stöðuorka, hreyfiorka, impúls, stefnubreytukraftur og þar frameftir götunum!

miðvikudagur, maí 12, 2004

Jæja eins og Anna nefndi hérna í pistlinum á undan, þá er aðeins 1 próf eftir.....:) Mikið er það nú góð tilfinning, verð nú bara að segja það.
Í gær skellti mín sér í borgarferð, þurfti að fara með bílinn í smurningu, fór með hann á þvottastöð og lét þrífa hann, maður verður nú að dekra aðeins við hana Dullu sína, svo hún komist nú með mér á Ísafjörð:) Svo kíkti ég auðvitað í smáralindina, ómissandi að kíkja í búðir og náði auðvitað að eyða nokkrum þúsundköllum, ekki að spyjra að því, vandamálið á þessum bæ er ekki að eyða peningum ,það er sko alveg víst. Nú svo kíkti maður í heimsókn til systranna og ömmu gömlu.
Ég tók mig til þegar ég var komin uppeftir aftur og pakkaði niður dóti í 2 pappakassa, aðeins að flýta fyrir sér, þá er ekki eins mikið á föstudaginn.
Jæja en nú verð ég að fara að demba mér í hreyfingarfræðina, hún bíður víst ekki endalaust...
See ya.....

þriðjudagur, maí 11, 2004

Eitt próf eftir...
Heilsufræðiprófið var í morgunn (er eitt eða tvö enn?).. ég veit ekki hvernig gekk. Ég reyndi að bulla mig útúr þessu en krossaspurningar voru nokkur slungnar. Þær voru 30 þannig að ef að þær hafa gengið illa þá er ég ekki viss um að þetta hafi gengið vel. En það er bara að bíða og sjá hvað kemur útúr þessu. Ætlaði að vera agalega góð í morgun og lét vekjaraklukku hringja klukkan hálf 7 í því ég ætlaði að kíkja aðeins yfir námsefnið svona rétt til þess að hita upp heilann. Ég semsagt vaknaði.. reisti mig upp og steinsofnaði sitjandi.. :o) ég semsagt las lítið fyrir prófið í morgun en var búin að lesa nokkuð mikið síðustu daga og svo er að sjá hvernig það skilar sér. Síðasta prófið er svo á föstudag og það er hreyfingafræði.. það er ekki mjög skemmtilegt en ég vona að það gangi betur að læra fyrir það heldur en heilsufræðina.
Núna er ég bara ein í kotinu því Sirrý og Íris Huld skruppu í bæjarleiðangur. En ég er jafnvel að spá í að leggja mig smá.. nenni ekki að gera neitt. En hei.. ég fékk óvænta heimsókn áðan.. Hansína kom hingað og var engin önnur en Stefanía Ásmundsdóttir með henni. Langt síðan mar hefur séð kellu!
En nóg um það.. smá lúr áður en tekist verður á við hreyfingarfræðina.

laugardagur, maí 08, 2004

Hér er heilsufræði, um heilsufræði, frá heilsufræði....
Það er svo gaman og viðeigandi að lesa um offitu og fituprótein.. og fitu þetta og fitu hitt.. meðan mar hakkar í sig nammið þegar verið er að lesa það! :o) Hleyp bara af mér fituna í norge..! Í gærkvöldi fórum við nokkrar stúlkur heim til Elvu og borðuðum fajitas og alveg magnaðan eftirrétt sem Elva gerði. Horfðum síðan á idol og verð ég að segja að ég er nokkuð sátt við úrslitin. Goggi Huff mátti alveg detta út. Vaknaði síðan í dag klukkan hálf 10.. klæddi mig og svona en varð svo bara að leggja mig aftur í klst.. þannig að lærdómur hófst að verða ellefu. Síðan þá hefur svosem ekki gengið neitt ógurlega vel svo ég fór og hljóp fjallahringinn og er viss um að nú tek ég lærdóminn með trompi.. ekkert múður!
Later....

föstudagur, maí 07, 2004

Gleði og hamingja
OMG hvað ég er að mygla úr leiðindum.. Er að lesa fyrir heilsufræðipróf!Það er ógeð mikið efni að lesa og ég sé ekki fram á að geta klárað að lesa þetta fyrir prófið sem er á þriðjudag! Ég er svo jákvæð í dag.. og svo er ég endalaust að velta mér uppúr því hvað ég sökkaði í prófinu í gær!!
Nóg um það.. Faraldursfræðin bíður..

fimmtudagur, maí 06, 2004

Kveðja...

Ég fékk athugasemd frá nátengdum fjölskyldumeðlim í æðstu stöðu að sá aðili hefði ekki fengið kveðju á síðunni. Því sendi ég hér með föður mínum.. sem er jú uppáhaldspabbi minn kæra kveðju. Auðvitað sendi ég móður minni kveðju með.. því hún er jú uppáhaldsmamma mín... :o)
Eins og Sirrý sagði var munnlega prófið í morgun. Ég mætti um miðja nótt.. 7:40 og hef ég ekki vaknað svona snemma síðan á Eiðum ´76! Mér gekk ekki vel.. neibb.. ég bullaði bara eitthvað sem meikaði ekkert sens og ég er nánast viss um að ég stenst ekki þetta próf. En heimurinn ferst ekki.. ég tek þetta þá bara í ágúst.. ekki flóknara en það!
pottur í allan dag.. fá lit á kroppinn! (þar sem ég verð að læra í allt sumar.. og því verður ekkert sólbað þá!)

Munnlega prófið loksins búið!!
Jæja, 2 próf búin og 2 eftir. Við stöllurnar vorum á barmi taugaáfals hérna í herbergi 19 í gærkvöldi og lítið var um svefn síðustu nótt, c.a 3 tímar. Og vorum við farnar á fætur um 6 í morgun og út í göngutúr fyrir klukkan 7, já geri aðrir betur....!! Hvað getur maður svo sem gert þegar maður er orðin svona stressaður, ég held ég hafi upplifað lengsta klukkutímann á ævi minni frá því að Anna fór í prófið klukkan 7:40 og þangað til að ég átti að mæta 8:40! En þetta er búið og gekk svona ágætlega, ég gat nú ekki svarað öllu, en maður svarar heldur yfirleitt aldrei öllu þegar maður er í skriflegu prófi. Nú er stefnan tekin á að leggja sig í smá tíma og svo er það að halda í heita pottinn og sóla sig smá. Svo er það bara næsta próf sem tekur við en það er heilsufræðin sem bíður.
Annars er voða lítið í fréttum, það eina sem maður gerir er að lesa,sofa,kíkja í íþróttahúsið og í sundlaugina. En við ætlum nú að lyfta okkur upp annað kvöld og elda saman nokkrar stelpur á 2. ári heima hjá Elvu og horfa á Idol, maður þarf jú að lyfta sér upp annars lagið, ekki satt???

mánudagur, maí 03, 2004

Jæja nafna...
Jamm ég fékk ytri hvatningu (alveg að tapa mér í hugtökunum úr sálfræðiprófinu í morgun) frá nöfnu minn Önnu Stínu um að skella inn einum léttum og laggóðum pistli svona í tilefni dagsins. Tilefni dagsins er einmitt það að í dag fengum ég og Sirrý pakka frá Danaveldi frá Önnu Stínu og Helgu Völu. Innihald pakkans var bréf frá þeim stöllum, flippuð mynd af þeim sem er nú þegar komin uppá vegg, haribo nammipoki og tveir pokar af svona jarðaberjabrjóstsykrum sem Sirrý finnst alveg ægilega góðir.. og jú mér auðvitað líka. Þetta góðgæti kemur sér mjög vel þar sem það er nú prófatími og þá á maður að borða óhollt.. takið eftir Á ekki MÁ. Kærar þakkir fyrir okkur stúlkur mínar.. kiss og knús!
Annars er það að frétta að í dag var fyrsta prófið.. Þroska- og íþróttasálfræði. Hvernig gekk veit ég ekki.. en ég vona að mar hafi slefað í 4,75. Næsta próf er á fimmtudag og það er munnlegt próf í afkastagetu og íþróttamælingum uppúr skýrslunni sem við gerðum. JÁ MUNNLEGT.. og ekki í 5 mín.. nei 20 mín!!! Ég þoli ekki munnleg próf.. þetta er bara til að taka mann á taugum sem eru ekki sterkar fyrir. Maður strokar ekkert út í munnlegum prófum.. á mar bara að segja "tekidatilbaka" ef mar vill stroka út? Svo þorir mar ekki að bulla eins og mar gerir þegar mar veit ekki eitthvað svar í skriflegum prófum... ohh "#"$#"$ en jú.. með því að hugsa jákvætt og láta líta úr fyrir að ég sé full sjálfstrausts þá gengur allt að óskum... "þroska- og íþróttasálfræði 2004"
Þá er bara best að horfa á björtu hliðarnar eins og segir í einhverju lagatextanum og vona að allt gangi að óskum!
Adios amigos, over and out!


This page is powered by Blogger. Isn't yours?