<$BlogRSDUrl$>

Eigendur bloggsins eru Anna Fía og Sirrý, nýútskrifaðir íþróttafræðingar frá Laugarvatni. Við erum búsettar eins og er á hinum æðislega stað Ísafirði. Lifið heil!

laugardagur, ágúst 28, 2004

Sing star er snilld!!!
Já við enduðum í singstar í gærkvöldi eftir að hafa farið í golf og snætt okkur á pizzu. Golfið var hin mesta skemmtun og það var ákveðið fyrirfram að sá sem að myndi vinna það fengi kokteil í sjallanum um kvöldið og eftir æsispennandi keppni þá var það hún Birna sem vann og fékk hún sex on the beach að launum. Nú skammarverðlaunin eða verðlaun fyrir bestu nýtinguna á vellinum(sá sem fór völlinn á flestum höggum) fékk engin önnur en ég!! Skíttapaði og þá kom í minn hlut að kaupa sjeik handa öllum og verður það gert í kvöld!
En sem sagt þá sló sing star leikurinn sem hún Gulla var svo góð að lána okkur heldur betur í gegn og var mikið hlegið..... við skiptum í 2 þriggja manna lið og svo enduðum við á einstaklingskeppni og stóð Anna Fía uppi sem sigurvegari, stóð sig eins og hetja og ég held svei mér þá að hún hefði bara átt að skrá sig í Idolið! hún verður bara að vera með næst!
Jæja best að halda áfram að pakka niður öllu þessu dóti, það er alveg ótrúlegt hvað það fylgir manni alltaf mikill farangur!!!!


föstudagur, ágúst 27, 2004

Síðasta helgin heima!
Jæja þá fer að líða að brottför á Laugarvatn, við Anna ætlum að keyra á sunnudagsmorguninn, stefnum að því að vera komnar á vatnið um 17:00 en þar ætlum við að hitta Ásgerði. Spennan er orðin mikil, mest erum við spenntar að flytja inn í íbúðina og raða og allt sem fylgir því! Það á að fara í borgarferð á mánudag og fara í Ikea og þessar helstu verslanir og versla inn fyrir íbúðina.
Ég hætti að vinna í gær og þvílík gleði, ég var alveg að mygla, nennti varla að vinna lengur, þannig að við Arna vinnufélagi minn ákváðum bara að hætta á hádegi í gær, uppmálað kæruleysi ekki satt??!!
Í dag á bara að tjilla, taka til í herberginu, byrja að þvo og e-ð að pakka niður. Í kvöld á svo að taka smá djamm, erum að spá í að byrja á golfvellinum,slá upp smá golfmóti, koma svo heim til mín og panta pizzu og spilaog fara í öl og sjá svo bara til hvað verður úr!!
Við heyrumst svo bara þegar við erum mættar austur fyrir fjall.......þangað til, hafið það gott.

laugardagur, ágúst 21, 2004

Smá fréttir frá helgarmömmunni!!
Bara að láta vita að það gengur allt saman vel í helgarmömmuhlutverkinu. Maður er vaknaður fyrir allar aldir og allur pakkinn:) Stefnan er að kíkja aðeins í bæinn í dag, verður maður ekki að gera það fyrst maður er nú staddur í höfuðborginni!! Annars er bara allt gott að frétta, bara 5 vinnudagar eftir, mér til mikillar gleði, er gjörsamlega ekki að nenna að vinna lengur, væri alveg til í að hætta bara og vera í fríi og tjilla, en ég þarf víst á peningnum að halda til þess að geta eytt meiru í Ameríku!!!
Jæja meira seinna.......see ya


Home sweet home...
Já þá er mar kominn heim í sveitina. Kom til landsins á miðvikudag og fór beint vestur. Ásgerður var svo yndislega að sækja mig á flugvöllinn og keyra mig á hinn flugvöllinn til að komast vestur. Það er svo ömurlegt að þurfa að taka flugrútuna þegar mar kemur frá útlöndum.. þá er eins og öllum sé skítsama um mann! Alla vega.. Ásgerður sótti mig og við brunuðum í höfuðborgina og hittum á Írisi Joð í kringlunni þar sem ég tróð í mig Subway sem ég er búin að sakna í allt sumar. Íris Joð bara rokin til Rimini þar sem hún ætlar að dvelja í 2 vikur ásamt photoshop! :o) Hún kemur eflaust jafn hvít til baka og þegar hún kom frá Spáni eða hvaðan sem það var í fyrra. Þá mætti hún í skólann svoleiðis skítabrún.. engin öfund nei! Sjálf er ég gegnsæ því sólardruslan.. sorry en hún á þetta skilið.. lét ekki sjá sig í Noregi í allt sumar nema rétt svo síðustu dagana!
Það er agalega gott að vera komin heim. Er bara búin að vera að hanga og gera ekki neitt síðan ég kom. Eða hanga.. er komin inní Nágranna aftur og það er nú ekkert pís of keik skal ég segja ykkur! Skellti mér síðan í fótbolta í gærkvöldi með silfurliðinu OK og það er ekki laust við að mar finni aðeins fyrir strengjum í dag.. ég get varla gengið. Mar er náttla búinn að vera svo hrikalega duglegur að hreyfa sig í sumar skjiliði.
Sigga Gau er heimavinnandi húsmóðir með 2börn um þessa helgi í höfuðborginni og ég vil nota tækifærið og óska henni góðs gengis í hlutverkinu.
Nóg í bili, ætla að hypja mig í háttinn. Á morgun ætlum við Birna að skella okkur á kvenfótboltaleik í Skítafýluvík hvorki meira né minna!¨


fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Saelt veri folkid!
Agalega er mar latur ad skrifa a tetta! Vandinn er sa ad eg kemst ekki svo mikid i tolvu og tegar eg kemst fer mar bara til ad tekka postinn sem er alltaf alveg stutfullur af skemmtilegum meilum! Fimman.is og svo framvegis. Tad sem er ad fretta er hins vegar tad ad eg a adeins 3 vinnudaga eftir her i J-Lo. Eg legg af stad til Köben a sunnudagsnott 15.agust og verd komin tangad klukkan 3 a manudag! Adeins 11 klst ferdalag i lest.. efast ekki um ad tetta verdi alveg traelskemmtilegt! Flyg svo heim 18.agust og ferdinni er heitir beint a fjördinn Isa!
Eg er buin ad senda a undan mer 13 kilo af fötum tannig ad eg vona ad eg turfi ekki ad borga aleiguna i yfirvigt eins og var raunin tegar eg kom ut! En svo er aldrei ad vita nema ad eg versli einhver kilo af fötum i kongsins köbenhavn!Fyndid ad tala samt um föt i kiloum!
A morgun er svo planad sma djamm. Ordid andskoti langt sidan mar gerdi slikt skal eg segja ykkur!
En jaeja, efast um ad eg skrifi fyrr en heim er komid, svo nuna er haegt ad segja, sjaumst!!
over & out!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?