<$BlogRSDUrl$>

Eigendur bloggsins eru Anna Fía og Sirrý, nýútskrifaðir íþróttafræðingar frá Laugarvatni. Við erum búsettar eins og er á hinum æðislega stað Ísafirði. Lifið heil!

fimmtudagur, september 30, 2004

Björk Track & Bjarki Field!

Þessi færsla er tileinkuð Björk og Bjarka. Þau eru nýir fjölskyldumeðlimir.. eða þau eru búin að búa hjá okkur síðan 7.september. Þau dafna mjög vel en hafa ekki stækkað mjög mikið síðan þau fluttu inn. Þau synda og svamla um búrið sitt daginn út og daginn og hafa það eftir því sem ég allra best veit alveg prýðilega gott hérna á Laugarbrautinni. Þau biðja fyrir kveðju til allra sem þau þekkja.


Þetta eru þau Björk Track og Bjarki Field.

En af öðrum sambýlingum.. Við erum í fríi í dag og á morgun í skólanum þannig að þá eru það auðvitað ekkert annað en skólabækurnar sem eiga hug okkar allan. Við gerðum verkefni í tómstundafræði í dag.. eða náðum ekki alveg að klára það en það kemur með kalda vatninu eins og annað.
Á morgun er Hraðmót í körfu á Hellu. Við mætum þangað alveg dýrvitlausar.. Allir áhangendur eru hvattir til að mæta og hvetja hið ógurlega lið Laugdæla til dáða.
Annars fer helgin bara í lærdóm.. jeje, en mest í að hanga bara hérna á vatninu.föstudagur, september 24, 2004

Ummm.....
Við sambýlingarnir (uten Íris) voru að snæða lúxus máltíð hérna á Laugarbrautinni. Svolítið seinbúin.. en fokkit. Fórum nebbla á Flúðir að styðja strákana okkar á hraðmóti í körfu og vorum ekki komnar heim fyrr en um níu leytið. Strákarnir stóðu sig með sæmd en það er ekki laust við að mar hafi haldið smá með Gnúpverjum bara af því að þeir heita Gnúpverjar. :o) Svo er ekki hægt að segja nema að fræga fólkið sé á Flúðum því þar var enginn annar en Hreimur úr Landi og sonum í liði Dímon. Ég dauðsá eftir því að hafa ekki kippt myndavélinni með mér á Flúðir.. er svo sem ekki vön því að hafa hana með mér hvert sem er en það hefði getað verið gaman vinna sér inn fimmara með því að senda frétt í Séð & heyrt.. "Hreimur að meika það í boltanum á Flúðum." Sé fyrirsögnina alveg fyrir mér. En ég dó þó ekki ráðalaus og smellti einni mynd af honum með símanum mínum.. passaði bara að það sæi það enginn svo ég yrði mér og öðrum ekki til skammar.


Mátti til með að skella inn einni mynd af lúxus máltíðinni sem Ásgerður hristi fram úr erminni á nó tæm. Matseðill var á þessa leið. Fylltar kjúklingabringur með pesto og fetaosti og bræddum osti ofaná. Meðlæti var salat með öllu þessu helsta og ristuðum furuhnetum.. ógeð gott, smábrauð, gular baunir og hrísgrjón. Drykkur: Fanta og superdós kók.
Oh my god hvað það var gott....

miðvikudagur, september 22, 2004

Kallakvöld....

Já hið margrómaða kallakvöld var í gær. Það heppnaðist ef heiðarlega má að orði komast eiginlega ekkert alltof vel. Strákarnir mættu "eldhressir" uppá vatnið klukkan hálf 1 í nótt og þá átti að taka vel á móti þeim með einhverju ægilega skemmtilegu. Þeir voru það hressir að það var ekki hægt að ná sambandi við þá. Það var eins og í barnaafmæli á tímabili, þeir gargandi hver ofaní annan alveg tótallí með testósterónið í toppi. Þetta semsagt endaði með því að við stúlkurnar bara ákváðum að hætta við það sem var eftir að gera því ekki var hægt að fá piltana til að halda KJ. Strákarnir alveg öskureiðir við okkur kvenmennina fyrir móttökurnar en fólk hélt nú samt áfram að djamma þrátt fyrir ófarirnar.


Hér má sjá karlpeninginn í skólanum biðjaðst vægðar fyrir okkur kvenmönnunum.
Svona sjáum við þá á hverjum degi svosem þar sem að við skellurnar ráðum algjörlega í skólanum.. ekki satt?

Skóli í bænum á morgun og mor og far að koma í bæjarferð á morgun. Helgin alveg óráðin nema að settið ætlar að kíkja í heimsókn á laugardag í sæluna á vatnið. Spurning um að skella í eina betty trúða tertu..?!

mánudagur, september 20, 2004

Snilld...!!
Réttarballið á Borg í Grímsnesi var algjör snilld. Byrjuðum á því að fara í partý hérna fyrir neðan hjá Sævari húsverði. Síðan var skundað með rútu á Borg. Sirrý hélt uppi stuðinu allan tímann.. í rútunni, á ballinu og rútunni heim! Hún og Brói stofnuðu hljómsveit sem spilaði í rútunni.. spiluðu á gítar og hristu eða tamborínu eins og við tónlistarmennirnir köllum það. Alla vega ballið var ótrúlega skemmtilegt. Jón "skeiðungur" Bjarnason DJ hélt uppi stuðinu með smá hjálp frá Sigríði Guðjóns. Hann stoppaði alltaf á milli laga og kynnti næsta lag.. alveg magnað max. Síðan var boðið í eftirpartý á Laugarbrautinni. Hingað mætti fólk úr öllum áttum svo ekki sé meira sagt og var auðvitað boðið uppá osta og með því.
Síðan fóru ég, Posi, Óskar Atli og Eyjólfur niðrá vist í keppni. Bannað var að sofna fyrr en 12 á hádegi og þeir sem sofnuðu þurftu að borga bjór. Strákarnir halda því fram að ég hafi sofnað 3 sinnum en ég sofnaði bara 2 sinnum og í mjög stuttan tíma kannski 3 mín í senn.. og bara rétt til að hvíla augun. En Eyjólfur sofnaði einu sinni í 2 klukkutíma!! Svo segja þeir að ég hafi tapað.. en ég hef sent málið fyrir nefnd þar sem þetta verður skoðað til mergðar. En öllum tókst okkur þó að vaka til 12 og gott betur en það. Ég held samt að ég hafi unnið því að ég var lengst að.. en þeir vilja ekki vera sammála því!


Hér er Sigríður ásamt Jóni "skeiðungi" Bjarnasyni í svaka sveiflu á ballinu!

En þangað til næst..
Yfir og út!


föstudagur, september 17, 2004

Konukvöldið í gær heppnaðist bara skrambi vel. Byrjuðum á því að fara á Selfoss og á leiðinni þangað blasti við okkur ægilega skemmtileg sjón. Strákarnir voru búnir að planta sér á eitthvað túnið á leiðinni og stóðu þar kviknaktir nánast þegar við keyrðum framhjá. Þeir voru búnir að bíða í þónokkra stund þarna og var greyjunum nú eitthvað orðið kalt víst.. :o)
Þegar á Selfoss var komið fór 1.árið í hlaupa í skarðið á hringtorginu sem hefur eflaust vakið mikla lukku bæjarbúa. Fórum svo í Hveragerði þar sem Ásgerður hélt uppi þolfimi tíma í alfaraleið fyrir busastelpurnar sem voru í sundbolum utanyfir fötin sín, úthverfum og á röngunni. Fórum svo á Kaffi Kidda rót og snæddum agalega góðar pizzur. Ferðin endaði svo á því að fara á Snúlla bar í Hveró og þar var farið í karoke! 3. árið hafði auðvitað mikla yfirburði í þeim efnum sem og öðrum. Komum svo á vatnið þar sem strákarnir tóku á móti okkur með skoti, nuddi og rauðri rós til að toppa þetta.
Dagurinn í dag var letidagur. Ég, Ásgerður og Davíð skelltum okkur í pottinn og vorum þar í rúma 2 tíma. Horfði svo á FH skíttapa fyrir Aachen í kvöld!
Á morgun er tími í badminton og þá gefst mér tækifæri að sýna hvað ég er góð í því.. Broddi og Elsa Nielsen hvað!


Hér erum við sambýlingarnir glaðar í bragði með rósir sem strákarnir voru svo góðir að gefa okkur þegar við komum aftur á vatnið.. sjáið sérstaklega hvað Íris er glöð með lífið og tilveruna! :o)

Var að henda inn myndum frá gærkvöldinu.. þær eru undir myndir og myndaalbúm 1 , endilega tjékk it át!

þriðjudagur, september 14, 2004

jamm..

Alveg er mar að standa sig í blogginu. Það er svo brjálað að gera í að gera ekki rassgat að það gefst ei tími til að vera eitthvað að hanga á netinu....!
Síðasta föstudag var nemendadagur hjá KHÍ og kom slatti af fólki hér á vatnið til að skemmta sér og öðrum. Við á 3.ári héldum uppi dagskrá sem var ekki af verri kantinum. Einhverjir leikir og grill og ég veit ekki hvað og hvað. Kvöldið endaði svo á balli í Úthlíð með hljómsveitinni Smack. Þetta var alveg bráðskemmtilegt ball með öllu tilheyrandi.
Laugardagurinn fór svo bara í ekki neitt.. eins og við eigum til hérna á vatninu. Við fórum aðeins í húsið; ég, sirrý, Ásgerður, Bubba og Halldóra en hún var í heimsókn hérna hjá okkur um helgina. Tókum badminton mót í húsinu og skelltum okkur svo í pottinn aðeins til að mýkja okkur eftir átökin. Um kveldið komu Bubba og Atli og við spiluðum Partý og co. og Gettu betur. Úrslitin verða ekki gerð kunn hér.
Á sunnudaginn fórum við svo í leikhús.. á Fame. Það var bara nokkuð gaman. Jónsi náttla að meika það og svona.. ægilega flottur!
Í dag var áskorun hjá okkur stúlkum á 3.ári á litlu busana á 1.ári í fótbolta. Við meikuðum það en úrslitin verða ekki gerð kunn líkt og um party og co og gettu betur.
Eina sem ég get sagt um boltann að mikið ógeðslega er mar í lélegu formi.
Á morgun er konuferð hjá kvenkyninu í ÍKÍ. Það verður brallað ýmislegt skemmtilegt og sniðugt líkt og alltaf í þessum ferðum en þær klikka aldrei! :o)
Um næstu helgi ætlum við að fara á réttaball í Borg sem er staður svona 15 mín í burtu. Það verður einhver plötusnúður sem var líka í fyrra sem heldur upp fjörinu. Dídjeiinn er ógeð fyndinn, gerir hlé milli allra laga og kynnir næsta lag. Ekta sveitó.. enda er mar svoddan sveitalúði.
Þangað til næst..
Adios

laugardagur, september 04, 2004

Innilegar hamingjuóskir til Eyþórs og Jónu Láru sem eignuðust strák 1.september og til Helgu, Baldurs og Ingimars sem einnig eignuðust strák 3.september!!

Annars er bara allt gott héðan af Laugarbrautinni, við Anna erum bara 2 í svítunni um helgina, skruppum aðeins á Selfoss í gær í verslunarleiðangur og fengum okkur stöð 2 það er nú alveg nauðsynlegt,ekki satt??
Vona að allir hafi það gott
later...... Sissa

fimmtudagur, september 02, 2004

Laugarbraut 5 íbúð 101
Já þetta er nýja heimilisfangið okkar hérna á Laugarvatni og eru allir hvattir til þess að koma í heimsókn. Nóg pláss og þeir sem vilja geta fengið gistingu!
Skólinn byrjaði í gær og fer hann frekar rólega af stað, vorum bæði í gær og í dag í skólanum frá 8-11 enda má maður ekki byrja of geyst. Svo er frí á morgun, smá skóli á mán og frí á þriðjudag og miðvikudag, eins og þið sjáið þá er bölvað álag á okkur:)
Í kvöld er svo busun, þannig að það verður smá gleði, ætlum að grilla með Bubbu, við sambýlingarnir 3. Íris er ekki mætt á svæðið og erum við bara 3 ennþá. Stelpukindin er að koma frá Rimini í dag og er væntanleg til okkar á sunnudag. Annars er orðið voða heimilislegt hérna hjá okkur enda var farið í verslunarferð í höfuðborgina á mánudag, Ásgerður keypti sjónvarpsborð og glerskáp og svo verlsuðum við þessar helstu nauðsynjar í eldhúsið, s.s. potta, pönnu, eldhúsrúllustatíf, pottaleppa ofl. Elva var svo góð að lána okkur sófa og sófaborð og skáp á baðið og mottu í stofuna! Þúsund þakkir Elva!!.
Annars bið ég bara að heilsa í bili.........

This page is powered by Blogger. Isn't yours?