<$BlogRSDUrl$>

Eigendur bloggsins eru Anna Fía og Sirrý, nýútskrifaðir íþróttafræðingar frá Laugarvatni. Við erum búsettar eins og er á hinum æðislega stað Ísafirði. Lifið heil!

sunnudagur, október 31, 2004

Pabbi minn kallar kókið sykur!
Hver man ekki eftir laginu með Bjartmari Guðlaugssyni og Týndu kynslóðinni.. "Pabbi minn kallakókið sýpur, hann er með eyrnalokk og strípur og er að fara á ball, hann er að fara á ball"! Solla Ella misskildi textann svona hrikalega og söng: "pabbi minn kallar kókið sykur.. ! Dj0full var það fyndið og hún söng alveg manna hæst! Bústaðaferðin var algjör snilld. Solla Ella átti hreinlega gærkvöldið og sló í gegn með hverju gullkorninu á fætur öðru! Við Sigríður afrekuðum að læra smá og það í skólanum svona rétt til að friða samvizkuna! Við afrekuðum að gera alveg heilmargt á þessum 2 dögum sem við vorum í bústað m.a. fara í pottinn og það 2svar, spila partý og co., fara í singstar og slá í gegn, borða, drekka smá bjór, borða meira, sofa, hrista okkur mikið, og fá svo harðsperrur eftir hristið, brjótast inn og margt margt fleira!
Framundan er lærdómur og aftur lærdómur! Læt fylgja nokkrar myndir með frá bústaðarferðinni!
Og já.. Til hamingju með afmælið Hallbera.. kiss og knús!


Solla Ella alveg reddí að fara í pottinn!


Þarna erum við allar stöllurnar sem vorum í orlofi um helgina að gæða okkur á úrvals grillkjöti a´la Brynja!


Mátti til með að láta þessa fylgja með. Þessa mynd fann ég í skólanum á Bifröst. Mútta þarna í röndóttu peysunni.. :)


laugardagur, október 30, 2004

Bifrastar helgi!
Jæja þá er komið að því að við stöllur erum að borga fyrir heimsóknina hennar Halldóru á Laugarvatn sem var í september. Það er semsagt stelpuhelgi í Stóruskógum 9 en ásamt okkur Önnu og húsráðendum er Solla Ella hérna og á morgun eru væntanlegar Steinka stuð og Bubba.
Það er endalaust flakk á okkur en á síðustu helgi brugðum við fyrir okkur betri fætinum og skelltum okkur á heimaslóðir og tókum með okkur hinar 2 á Laugarbrautinni þær Írisi og Ásgerði, en á laugardeginum kom restin af Laugdæla liðinu í körfubolta ásamt þjálfaranum honum Eyjólfi.
Nú úrslitin úr leiknum á móti Kfí fóru Laugdælum í hag og unnu stúlkurnar með 28 stigum og fóru hreinlega á kostum og því var auðvitað fagnað ærlega í heimboði í Góuholti 5. Svo skundaði hersingin í Krúsina á diskótek og var vinsælasta lagið hjá DJ-inum Marí-a-hí það var spilað svona 5x og þar á milli söng Ruslana hátt og skýrt.
Sunnudagurinn var svo tekin í heimsóknir, til Ellu ömmu, Sossu ömmu, Helgu Sal og family. Svo fórum við á körfuboltaleik KFÍ-Keflavík og þar naut Ásgerður sín til fulls og hvatti sína menn til dáða og fór á kostum, en Ísfirsku áhorfendum líkaði það ekki og hún var hreinlega grýtt niður með rusli....helvítis dónar þar!!!
Næst á dagskrá hjá okkur er bara verkefnavinna út í gegn, skil að nálgast, það er meiri segja stefnan að fara niður á Bifröst í skólann og læra þar,( ekki amalegt að læra hjá viðskiptafræðingunum og lögfræðingunum...hver veit nema að þar leynist framtíðareiginmenn fyrir okkur stöllur...:)
Jæja þetta er nú orðið ágætt í bili,
Biðjum voðavel að heilsa frá Borgarfirðinum

þriðjudagur, október 19, 2004

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag......
Já góðir hálsar hún Anna Soffía á afmæli í dag og langar mig að óska henni innilega til hamingju með daginn og segja að ég hlakka geðveikt til að borða allar þessar kræsingar sem hún er búin að vera að gera í dag:)
Annars er allt gott að frétta, lenti í morgun kl 7 í þessu ógeðslega veðri, lofa að koma með ferðasöguna seinna....
Vildi bara óska henni Önnu minni til hamingju með daginn

mánudagur, október 18, 2004

BBBrrrrr.....
Ég held svei mér þá að það sé kominn vetur, jeminn hvað það var kalt í dag og það snjóaði smá! Hef samt lítið farið út í dag.. sökum kulda.. :o) Ég dey einhvern daginn úr leti. Við erum t.d. alltaf í fríi á mánudögum og skynsamlegast væri auðvitað að nota tímann í lærdóm. En ég er svona að rumska um hádegi og hangi á náttbuxunum til 2. Í dag skellti ég samt í köku, 2 meira að segja þannig að ég afrekaði margfalt meira í dag en á mörgum mánudögunum!
Sirrý kemur á morgun frá Ameríku. Stúlkan lendir klukkan 6 í fyrramálið að staðatíma og svo held ég að hún ætli bara að bruna beint uppeftir eftir lendingu og mæta í skólann stundvíslega klukkan 8:15! Ohh mig langar til Ameríku!
Smá fréttir af Richard. Hann er búinn að eignast einn vin, nei hann er ekki úr pappaspjaldi heldur er hann raunveruleg manneskja og heitir Davíð! Richard er allur að koma til og kjaftar á honum hver tuska. Ég veit samt ekki hvernig hann tekur fréttunum um að hann þarf að fara að sofa í gestaherberginu frá og með morgundeginum því Sirrý er að koma heim. Kannski að Sirrý vilji skipta við hann?!
Hei, 30 mín í 19.október!
Adios!

Dabbi, Richard og smá af mér á góðri stundu á Laugarbrautinni.

föstudagur, október 15, 2004

Simpson!
Hvað er málið með Simpson á stöð 2?? Til dæmis í dag eru 3 þættir sýndir! Er í alvöru ekki til neitt efni sem er betra að sýna heldur en Bart og fjölskylda. Mér finnst þættirnir svosem ekkert leiðinlegir en einn þáttur á dag er andskoti nóg! Hvernig væri að koma aftur með Beverly Hills eða Melrose í staðinn fyrir 2 þætti kannski?! Ég ætla að fara með þetta í Velvakanda í Mogganum!
Það er tómlegt á Laugarbrautinni núna. Sigíður farin til Ameríku, Ásgerður að vinna í Keflavík og Íris er í menningunni í borginni. Ég tók mig til áðan og þreif pleisið.. svo mikið hef ég að gera! Dúfa ætlar að koma á eftir og við ætlum að elda BBQ kjúlla og horfa á Ædol og auðvitað fá okkur smá nammi þó það sé ekki nammidagur. En við verðum að gera eitthvað í vesældinni.

Þar sem Sirrý er farin til USA þá fengum við einstakling til okkar í staðinn. Svona eins og skiptinema sjáiði til. Hann verður hjá okkur þar til Sirrý kemur heim. Þessi einstaklingur heitir Richard og er að sjálfsögðu amerískur. Hann er reyndar mjög feiminn og hefur lítið sagt síðan hann kom, en það lagast vonandi.

Þarna er Richard sofandi í rúminu hennar Sirrýar.

Ætla í borgina á morgun og horfa á KFÍ stelpurnar spila við Kareni Ragnars og co á morgun. Annars er það vatnið um helgina í ró og næði!




fimmtudagur, október 14, 2004

Landsleikur, Ljungberg og heja Sverige!
Við sambýlingarnir skelltum okkur á landsleikinn í gær. Bjuggumst svosem ekki við sigri Íslendinga en fyrst Ljungberg var í liðinu þá hugsuðum við okkur ekki tvisvar um. Verð nú að segja að landar okkar stóðu sig ekki mjög vel.. og ekki nóg með það að þeir stóðu sig illa.. þá fór Ljungberg útaf þegar 56 mínútur og 33 sekúndur voru búnar af leiknum!! Við fengum samt að sjá nokkur mörk þó þau færu ekki í rétt mark.

Hér er hann.. Ljungberg eða Lunni eins og við sem þekkjum hann mjög mikið köllum hann. Ég get svarið það að ég held að hann sé að blikka í myndavélina! Ég rétt náði að smella af þessari frábæru mynd af honum áður en batteríið í myndavélinni söng sitt síðasta.

Sigríður (sagt með amerískum hreim) var að leggja af stað í höfuðborgina og mun ekki láta sjá sig á vatninu fyrr en á hinum góða þriðjudeginum 19. Þannig er nefnilega með vexti að hún er á leið til Ameríku á morgun fyrir ykkur sem ekki hafið heyrt það. Ég efast samt stórlega um að það sé einhver í veröldinni sem ekki veit það. Ég hef alla vega heyrt eitthvað AÐEINS um þessa ferð á síðustu 5 mánuðum eða svo! Guði sé lof að það er komið að þessu.. :o)
Have a good trip my friend!

Annars er það bærinn í kvöld. Ætla að fara og horfa á KR-KFÍ í hópbílabikarnum.

Hér er Ameríka, um Minneapolis, frá Mall of America, til Victoria´s secret!


föstudagur, október 08, 2004

Vika í Ameríku.......!!!!!!!
Já góðir hálsar, ótrúlegt en satt, í dag er aðeins vika í að stóra stundin renni upp....það eru nú ekki nema 5 mánuðir síðan að við vinkonurnar pöntuðum þessa blessuðu ferð:)
Þannig að þeir sem vilja styrkja mig er bara bent á að leggja inn í landsbankann á ísafirði:)
Annars er bara allt gott að frétta héðan frá Laugarvatninu, stefnan er sett í höfuðborgina á morgun, svona aðeins að stússast og svo erum við Ameríkufararnir að fara að hittast annað kvöld heima hjá henni nöfnu minni Flosadóttur í Kópavoginum.
Í síðustu viku skruppum við Anna og Ásgerður til Reykjavíkur og fórum að horfa á 32 liða úrslit í Idolinu að styðja hana Lísu.....þetta var svaka stuð, gaman að sjá hvernig þetta fer fram svona á bak við tjöldin, þetta var semsagt fyrsti 8 manna hópurinn í 8 manna úrslitum sem var verið að taka upp, Lísa söng alveg ofsalega flott að okkar mati en dómararnir voru ekki sammála okkur en þeir hafa ekkert um það að segja því það er jú þjóðin sem velur þá 2 sem fara áfram!!!

Við erum netlausar um helgina það er einhver leiðindavírus í kerfinu og karlarnir frá Reykjavík koma ekki fyrr en eftir helgi að laga þetta....frekar pirrandi þar sem maður er frekar háður netinu núorðið. Ég skrapp bara niður í skóla til að kíkja á netið, mar verður jú að redda sér ekki satt!!!!

Jæja þetta er nú orðið ágætt í bili, ég skulda nú ennþá nokkra póstana þar sem að Anna hefur verið mun duglegri upp á síðkastið að skrifa inn en ég lofa að bæta mig.....!
over&out


This page is powered by Blogger. Isn't yours?