<$BlogRSDUrl$>

Eigendur bloggsins eru Anna Fía og Sirrý, nýútskrifaðir íþróttafræðingar frá Laugarvatni. Við erum búsettar eins og er á hinum æðislega stað Ísafirði. Lifið heil!

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Til sölu!
Til sölu eru ýkt mega meiriháttar sokkar með íslensku handbragði. Þetta eru gæðasokkar úr æðisgengnum bómul sem hentar öllum fótum; stórum, litlum, gömlum, ungum, ljótum og fallegum. Fáanlegir í svörtu og hvítu, bæði ökklasokkar og meðalháir. Til í stærðunum 35-38 og 39-44, teygjanlegir og fínir.
Parið kostar 500 kr íslenskar sem er akkúrat ekki neitt verð fyrir þessa frábæru fótaverndara.
"Bestu sokkar í heimi" Hermann Gunnarsson sjónvarpsmaður.
"Aldrei aftur kalt á fótunum" Þorgrímur Þráinsson anti reykingamaður.
"Hefði ekki trúað þessu hversu vel þeir eru ofnir" (Sögnin að vefa, í þátíð) Ingibjörg Sólrún Hannyrðarkona með meiru.
Áhugasamir hafi samband í síma 8633898 eða skilji eftir komment hér á síðunni!
P.s. mynd af þessari gæðavöru kemur á morgun!
P.P.s til styrktar útskriftarferð ÍKÍ nema sem farin verður í vor! :o)
P.P.P.s. þetta er ekkert grín!

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Skita og kaffihúsakvöld!
Já við krúsuðum til Sauðárkróks á laugardaginn. Spiluðum þar við Tindastól og viti menn.. við töpuðum. Frábært að taka svona smá rúnt í nokkra tíma, tapa svo og keyra til baka. Æðisgengin ferð!
Í gær var kaffihúsakvöld hjá 3.ári hérna í skólanum. Það voru þvílíkar kræsingar á boðstólum og það mætti fullt af fólki, nemendur, kennarar og fólk úr bænum. Við hér á Laugarbrautinni vorum að sjálfsögðu með skemmtilatriði. Við vorum með svona kirkjuskólaaðventujólatónlistaratriði sem var þannig að Íris Jónasar þandi trompetið, ég glamraði á píanó og svo stóðu Sirrý, Ásgerður og Hansína með kerti okkur til stuðnings. Allar vorum við svo með tígó með rauðum slaufum. Við spiluðum nóttin var svo ágæt ein og jólin alls staðar, gæti ekki verið hátíðlegra.. enda var nú jólaþema á þessu kaffihúsakvöldi! Þetta byrjaði svona líka glymrandi vel en svo þegar leið á fyrsta lagið þá gat Íris ekki barist lengur við hláturinn og hló í trompetið þannig að mikill óhljómur myndaðist. Við þetta sprakk salurinn gjörsamlega úr hlátri. Við létum það nú ekki á okkur fá og byrjuðum bara uppá nýtt og rúlluðum þessu upp í þetta skiptið! Þetta var allt tekið uppá vídjó og erum við búin að skemmta okkur yfir þessu í dag!
Á laugardaginn er planað djamm í bænum hjá ofurkonum. Ætlum að hittast heima hjá Rakel uppí sveit.. eða Hafnarfirði og gera okkur eitthvað til gamans. Hvað verður svo gert eftir það er alveg óákveðið. Mér skilst að djömmin í sumar hjá ofurkonum hafi ekki klikkað þannig að ég býð spennt eftir að fá að taka þátt í einu slíku!
En jæja.. fyrirlestur á morgun um lokaritgerð.. ætla að reyna að roðna ekki eins og skítur.
Sá þessar myndir hér fyrir neðan á síðunni hans Dodda hennar Rakelar ofurkonu.. mátti til með að henda þeim inn. Þær eru síðan 2000 að mig minnir. Tókum ædol heima hjá Guðna og Rakel söng meira að segja! Vonandi er í lagi að ég stal myndunum Doddi.. takk takk.. :o)


Sjáið hvað við erum einbeittar! Birna kann pottþétt ekki textann samt!


Það væri gaman að vita hvaða lag við erum að syngja! Sjáið svipinn á okkur!


laugardagur, nóvember 20, 2004

Idol í gær!
Oh...hvað við vorum nú svekktar að Lísa hafi ekki komist áfram í Idolinu, en við treystum bara á það að hún komist áfram í gegnum dómaraþáttinn, það þýðir ekkert að gefast upp!!!
Annars er bara allt gott að frétta, er bara ein í kotinu á Laugarbrautinni, svolítið tómlegt, Anna og Ásgerður eru í þessum skrifuðu orðum á leiðinni til Sauðarkróks að keppa í körfu í dag en þær koma aftur einhverntímann í kvöld, nú er ekkert annað fyrir þær en að vinna þær það er svo leiðinlegt að keyra fram og tilbaka fyrir tap!
Planið í dag er bara "tjill" og þar fram eftir götunum, 2 körfuboltaleikir í sjónvarpinu, svo kannski kíkir maður í húsið eða pottinn, það klikkar sjaldan. En vá hvað tíminn líður hratt, það er ein kennsluvika eftir í skólanum, svo eru það bara próf....! Jólin verða bara komin áður en maður veit af!!
Jæja bið að heilsa í bili.....gott að sjá að tæjan er vinsæl, það verður farið yfir kauptilboðin yfir helgina og hún verður seld eftir helgina:)
Var að bæta inn tengli á Sonju Sif skólasystur okkar, kíkið á það
bæjó

föstudagur, nóvember 19, 2004

Tæja til sölu!
Til sölu er húshjálp (sjá mynd í pistli neðar á síðunni) sem tekur að sér öll helstu hússtörf. Hún (þ.e. húshjálpin) er sérstaklega fær í uppvaski og þurrkun leirtaus (þegar hún mætir til vinnu!!). Húshjálpin fæst fyrir 100 kall sléttar. Ekki er hægt að borga með greiðslukortum.
Á sama stað er óskað eftir helköttuðum karlkyns nuddara með hússtörf sem aukadjobb!

Að lokum viljum við benda þeim sem reka nefið inná síðuna vinsamlegast að kvitta fyrir komuna bara svona fyrir gamanssakir.
Takk fyrir.


miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Léleg tæja!
Tæjan mætti ekki einu sinni til vinnu sinnar í gær. Okkur var reyndar boðið í mat til Hansínu, en það er sama. Ef maður tapar veðmáli þá verður maður að standa við skilmála sem settir eru. Tæjan er samt búin að lofa að mæta í kvöld.. þannig að ég er farin að skíta út allt leirtauið sem er til í húsinu.
Annars sá ég að Birgitta Haukdal er hrifin af tæjunni okkar.. Hvað ertu tilbúin að borga Gitta?

mánudagur, nóvember 15, 2004

Dagur 1 í uppvaski!
Í kvöld eldaði Ásgerður mexikanst lasagne. Það sem toppaði máltíðina var að við þurftum ekki að vaska upp eftir hana. Við vorum nefnilega með uppvaskara! Það var sko þannig að á fimmtudaginn vorum við að spila við Flúðir eins og ég sagði síðast. Á fimmtudaginn fyrir leik sendi Davíð mér msn um að hann byði mér að koma í veðmál. Það var þannig að ef að ég myndi skora 13 stig, taka 5 fráköst, ekki fá fleiri en 4 villur, ekki tapa fleiri en 4 boltum þá myndi hann koma heim til okkar alla þessa viku og vaska upp eftir kvöldmatinn og ef að ég myndi ekki uppfylla þessi skilyrði þá færi ég auðvitað á vistina og vaskaði upp fyrir hann alla þessa viku. Auðvitað gerði ég bara það sem fyrir mig var lagt og skoraði mín 13 stig uppá stig og hitt var bara pís of keik.. hehe.. :o) þannig að í kvöld fengum við tæju í heimsókn sem vaskaði upp fyrir okkur. Hann var meira að segja svo clever að hann bauð sér og Gísla í heimsókn þannig að uppvaskið jókst um 50%.. stupid!

Hér er þessi elska að störfum.. auðvitað hentum við á hann svuntu eins og alvöru tæju sæmir!

En að öðru.. á föstudaginn erum við nokkur að fara í sjónvarpssal þegar Idol er í sjónvarpinu. Fórum nefnilega um daginn þegar var verið að taka upp 32 manna úrslit og Lísa var að syngja og nú er komið að því að sýna þann þátt í kassanum.
Ég ætla semsagt að vera með áróður.. ALLIR AÐ KJÓSA LÍSU!
Það var enginn Ísfirðingur í sama þætti þannig að þið Ísfirðingar getið líka kosið hana..
X við Lísebet Hauksdóttir!!!!
Hlakka til að sjá þig með svuntuna á morgun Deivid.. :o)

laugardagur, nóvember 13, 2004

Leikir og breytt útlit!
Jebb.. erum búin að spila tvo leiki í deildinni! Spiluðum einn á föstudaginn við Hamar og töpuðum með þremur stigum.. helvítis! Spiluðum svo við Flúðasveppi í gær og unnum 74-35 eða eitthvað.. man ekki alveg!
Er home alone á vatninu yfir helgina. Sirrý er í borgarferð, Ásgerður í Kef að vinna og Íris í Ólafsvík City með Sæbba sínum! Ætli mar taki ekki bara sma djamm á vatninu á morgun.. ekkert annað að gera svosem....
En.. Við fórum að spá í hvernig Sirrý yrði ef hún væri með sítt hár. Hvað finnst ykkur.. tjáið ykkur í spurningu vambanna!


Sirrý eins og hún er í dag!


Sirrý eins og hún væri ef hún safnaði og færi í permanett!


Sirrý eins og hún væri ef hún safnaði og litaði ljóst!


sunnudagur, nóvember 07, 2004

Arrrrgggg...
Ohh.. ég er svo pirrí pú! Er að gera eitthvað helvítis verkefni í aðferðafræði sem á að skila á morgun og ég veit ekkert hvað ég á að gera í þessu! Ég kann ekki það sem á að gera, fyrir utan að ég veit ekki hvað á að gera! Sirra pirra er niðrí skóla núna að gera þetta verkefni og mér heyrðist á henni að hún væri líka eitthvað pirrí pú!
En jæja.. verkefnið klárast víst ekki þó ég væli hér..


þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Nýjar myndir!
Var að setja inn myndir frá búastaðaferðinni! Þær eru undir myndir og albúm 1. Endilega tékk it át!

Sirrý stóð sig vel í hristinu!


This page is powered by Blogger. Isn't yours?