<$BlogRSDUrl$>

Eigendur bloggsins eru Anna Fía og Sirrý, nýútskrifaðir íþróttafræðingar frá Laugarvatni. Við erum búsettar eins og er á hinum æðislega stað Ísafirði. Lifið heil!

miðvikudagur, desember 15, 2004

já eins og Anna sagði þá erum við komnar í jólafrí......!!! jibbíjei
Við erum semsagt báðar komnar í höfuðborgina góðu, það þarf jú víst eitthvað að jólagjafastússast áður en maður heldur heim á leið. Planið er að vera í borginni fram á sunnudag en þá á að bruna heim á Dullunni. Prófin gengu ágætlega, við verðum allavega að vona það besta,og að kennararnir fari nú að drífa sig að fara yfir prófin svo maður fái nú að vita þetta bráðlega.
Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra þar sem kringlan, laugavegurinn og smáralind bíða.....


þriðjudagur, desember 14, 2004

Bara að láta vita að Vambirnar eru komnar í jólafrí..Jessss :D
Í dag er það bara höfuðborgin, afmæli hjá Írisi Huld á laugardaginn á Hverfis og svo bara brunað í sæluna á sunnudag!
Adios amigos!

föstudagur, desember 10, 2004

Eitt próf eftir!
Já..eigum aðeins eitt próf eftir. Próf í morgun í íþróttastjórnun. Gekk svona la la.. en hefði mátt ganga betur. Tókum okkur svo til núna seinni partinn og þrifum allt hérna í íbúð 101 því það var vægast sagt orðið ógeðslegt..! Síðasta prófið á þriðjudag í næringafræði.. vei! Það er alla vega skemmtilegra að lesa fyrir það en íþróttastjórnun.. eða held það.


Svona er lífið á heimilinu.. það er hægt að gera allt annað en að læra þessa dagana!


Fórum í smárann um daginn.. og ég sofnaði í einum sófanum!


Og svo ein frussumynd.. mér finnst þetta endalaust fyndið! Sjáiði Brynju!

Í kvöld er það Ædol, og um helgina steinefni, vítamín, ensím o.s.frv!

mánudagur, desember 06, 2004

Myndir!!
Varð að henda inn nokkrum frussumyndum á síðuna síðan á síðustu helgi frá djammi ofurkvenna! Fleiri myndir koma inn við tækifæri!













1 próf búið.. 2 eftir!
Eða eiginlega 3 samt.. eigum að skila heimaprófi á miðvikudaginn í tómstundafræði sem ég er einmitt akkúrat að reyna að gera í þessum töluðu orðum. Prófið í morgunn gekk bara sæmilega. Mjög sanngjarnt próf og ekkert sem kom manni sérstaklega á óvart.. svoleiðis eiga prófin að vera. Ég segi nú ekki 10.. en ég vona að ég hafi náð þessu! Svo er það próf íþróttastjórnun á föstudag og næringarfræði á þriðjudag.. og svo JÓLAFRÍ! :o) ohh get ekki beðið eftir að komast heim!
En nú er það tómstundafræðin..


sunnudagur, desember 05, 2004

Stress...
Því að á morgun er fyrsta prófið, og það er í aðferðafræði. Alveg magnað hvað maður getur setið við efnið en ekki nokkur hlutur skilað sér inn í heilabúið. Fokk mar.. þess vegna er einmitt góð ástæða að taka sér pásu og hanga í tölvunni, fá sér að éta, horfa á TV og þar fram eftir götunum. Ég held nú að það verði lesið eitthvað frameftir í þetta skiptið..!
Já.. myndin af frábæru sokkunum fer að koma inn, ég veit að það er múgur og margmenni sem bíður eftir að fá að sjá munaðinn.
En já.. hér er tilgáta, um afleiðslu, frá megindlegri rannsókn til staðalfráviks!
Gangi ykkur vel þið sem eruð í prófum.
Anna lektor í aðferðafræði!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?