<$BlogRSDUrl$>

Eigendur bloggsins eru Anna Fía og Sirrý, nýútskrifaðir íþróttafræðingar frá Laugarvatni. Við erum búsettar eins og er á hinum æðislega stað Ísafirði. Lifið heil!

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Á lífi!
Ætli sé ekki rétt að henda inn nokkrum línum hérna. Bara búið að vera svo ægilega mikið að gera hérna á Húsavík.. je ræt. Erum að mestu leyti bara búnar að vera í húsmæðraorlofi ef svo má segja hérna á Norðurlandinu. Ekki búið að mæða mikið á okkur síðustu vikur. Æfingakennslunni lýkur svo á föstudag kl.9:45 og þá er planið að þeytast beint á vatnið. Erum búnar að hafa það mjög gott hérna á Húsavík hjá Áslaugu og Unnari, stjanað svoleiðis við mann! Margt búið að gerast síðan síðasta færsla var skrifuð. Enda var það í fyrra. Það sem er búið að gerast er að mestu leyti þetta:
* Keyra vestur á Dullu sem gekk svona glimrandi vel þrátt fyrir smá sleipu á leiðinni.
* Vinna í skíðaskálanum fyrir jólin, milli jóla og nýárs og aðeins eftir áramót.. svona þegar veður var skikkanlegt.
* Hanga inni í nokkra daga án þess að reka svo mikið sem nefið út fyrir dyr vegna veðurs sem geysaði á kjálkanum í skamman tíma. Ekkert nema gott um það svosem að segja.. var dugleg að borða á meðan.. maður verður jú að nærast!
* Bílskúrspartý í Góuholtinu um áramótin, ægilega kósý. Við pabbi sníðuðum meira að segja gardínur úr pappírsdúk fyrir gluggana á skúrnum.
* Kíktum smá á áramótaball í svona korter í galaklæðnaði sem var skíðabuxur, úlpa, húfa og vettlingar. Gaman þegar mar klæðir sig svona upp fyrir böll.
* Fara á vatnið og spila leik við Tindastól og vinna.
* Fara á Húsavík í æfingakennslu.
* Fara á vatnið og spila við Grindavík.. það fór ekki betur en það að við skíttöpuðum.. en jæja alltaf gaman að fara í ferðalag fyrir tapleik, ég meina ég beið ekki nema um 4 tíma á flugvellinum á Akureyri til að komast til RVK.. djö ég er ennþá pirruð!
* Fara á Húsavík og klára æfingakennsluna..!
2 dagar eftir í æfingakennslu.. 2 tímar á morgun og 2 tímar á föstudag!
Eftir það... Laugarvatn here we come!
Þangað til næst.. ha det!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?