<$BlogRSDUrl$>

Eigendur bloggsins eru Anna Fía og Sirrý, nýútskrifaðir íþróttafræðingar frá Laugarvatni. Við erum búsettar eins og er á hinum æðislega stað Ísafirði. Lifið heil!

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Meiri leti..
Var að spá í að láta pistilinn heita leti dauðans líka.. en einum lesanda síðunnar fannst ljótt að segja það þannig að ég ákvað að sleppa því og finna eitthvað fallegara.
Það er svosem ekkert að frétta síðan síðast. Jú fór á grímuballið og endaði í hinum sígilda dimmission búning. Það kemur eflaust engum sem dimmiteraði einnig í svona búningi á óvart að ég var nær dauða en lífi á tímabili þar sem hitastigið innan í þessum búning getur farið uppúr öllu valdi! Ég var farin að svitna í hnésbótunum!
´
Hér er ég og dómari á grímuballinu!

Í gær var svo íþróttadagur í skólanum. Það þarf víst ekkert að koma neinum á óvart að auðvitað vann 3.árið með yfirburðum.. eða einu stigi eða svo. Sigurinn má þakka frábærum árangri hjá mér í 3.stiga keppni og góðri tímasetningu í blakinu.. ekki satt Davíð??
Það var semsagt keppt í blaki, laugarvatnsskessu/trölli, fatafjórsundi, badminton og boccia. Fórum svo eftir þetta allt saman í blindrabolta og mikið óskaplega er það gaman, ég held ég snúi mér alfarið að þeirri íþrótt!
Á föstudaginn er svo árshátíð hjá kennó á broadway sem ég ætla að beila.. ég veit glatað! Ég verð hér í góðu yfirlæti á vatninu bara í staðinn. En ég fór í staðinn á bifróvisjon með þeim stöllum Halldóru og Brynju á laugardaginn síðasta og skemmti mér alveg þrælvel.. þó ég hafi nú misst af öllum söngatriðunum, en það er annað mál!
Erum að spila í körfunni á Hellu á sunnudag, Flúðum á þriðjudag og svo í bænum á móti Ármanni/Þrótti á fimmtudaginn í næstu viku! Endilega að skella sér á basketleiki..!
Þangað til næst.. later!
Anna Ess

föstudagur, febrúar 11, 2005

Leti dauðans!
Jebbb.. þessa síðustu daga hefur leti einkennt lífið á laugarbrautinni.. eða alla vega mitt líf á laugarbrautinni.. :) Var ekkert í skólanum í gær og í dag og því bara sofið fram að hádegi. Í gær til að mynda fór ég ekkert úr náttfötunum fyrr en klukkan 19 því við vorum að fara að spila klukkan 20.. efast um að ég hefði annars nokkuð farið úr náttfötunum! :) Vorum semsagt að spila við Hamar í gær hér á vatninu og unnum með einhverjum stigum í afar bragðlitlum leik!
Á morgun er afmæli hjá Sínu stuð á hverfisbarnum og þangað liggur leiðin á morgun. Á sunnudaginn eigum við svo að mæta og dæma á einhverju frjálsíþróttamóti fatlaðra. Sumir í bekknum eiga að mæta fyrir hádegi og sumir eftir hádegi. Við sambýlingarnir vorum heppnar fyrir utan Írisi morgunhana, ég Sirrý og Ásgerður eigum að mæta klukkan hálf 1 en Íris á að mæta 9 þessi elska! :)
Á mánudag er svo grímuball í skólanum.. mar verður að fara að leggja höfuðið í bleyti.. finna búning og svona. Kannski verð ég bara pæja eins og þegar ég var 9 ára eða eitthvað. Mætti í fjólubláum þröngum satínbuxum.. sem ég reyndar notaði hversdags og var alls enginn grímubúningur, fjólublárri peysu og með bleikan borða í hárinu. Þessu fylgdi svo að sjálfsögðu heljarinnar meiköpp.. god hvað mar var laglegur. Ég gæti líka fundið einhvern til þess að vera með mér síamstvíburar eins og ég og Arna í gamla daga.. Klæddum okkur í lak að mig minnir og klipptum fyrir fætur og hendur.. Já svo gæti ég verið páfagaukur eins og á einhverju grímuballinu í grunnskóla. Með upprúllaðan pappa fyrir munninum, alveg að kafna.. mar hefur lagt ýmislegt á sig. Núna í seinni tíð þegar mar hefur verið að fara á grímuball hefur það yfirleitt bara virkað að fara inní skáp hjá mömmu eða ömmu og troðið sér í einhvern kjól.. misfallega þó, hent á sig hárkollu og sólgleraugum og bara látið laggó á þetta!
Hér eru nokkrar grímuballsmyndir síðan á grímuballi KFÍ 2002 og 2003.
mánudagur, febrúar 07, 2005

Jæja þá er rauða yfirbragðið farið af síðunni... var komin með ægilegt leið á þessum lit. Eitthvað svo jólalegt! Setti inn bara þennan beislit.. þið vitið þennan kremaða, svona þangað til annar litur verður fyrir valinu. Annars kann ég ágætlega við þennan kremaða.
Mar er búin að vera svo djöfulli öflugur í bloggi síðustu daga og vikur að það nær engri átt.. En það er einfaldlega vegna þess að það er alls ekkert að frétta frá Laugarbrautinni. Erum í fríi í skólanum í dag nema Sirra sem mætti í þjálfun í vatni í morgun. Mar er enn bara að slæpast á náttfötunum.. bölvað álag. Á morgun er svo hin margrómaða konuferð, það verður eflaust stemmari í henni eins og vanalega. Bara verst hvað það er ekkert nógu góð mætineg í ferðina! En jæja.. ætli ég hypji mig ekki í einhverja larfa!
og já.. gleðilegan bolludag.. ohh ég vildi að ég væri að fara að maska í kvöld!


This page is powered by Blogger. Isn't yours?