<$BlogRSDUrl$>

Eigendur bloggsins eru Anna Fía og Sirrý, nýútskrifaðir íþróttafræðingar frá Laugarvatni. Við erum búsettar eins og er á hinum æðislega stað Ísafirði. Lifið heil!

þriðjudagur, mars 22, 2005

Sæl veriði
Þá er maður komin á Westfirðina! Alltaf jafn gaman að koma heim í jólafrí og páskafrí. Freistingar á hverju horni, í öllum skápum.. Nóg til að borða! Aldrei er neinn búinn að baka þegar mar kemur heim á Laugarbrautinni, skáparnir ekki fullir af kexi og gotti og ekki búið að hafa til matinn þegar mar vaknar og svo framvegis. Ég ætla að leggja það til við meðleigjendur mína að við kaupum okkur eina "mömmu" á Laugarbrautina sem sér til þess að allir þessir hlutir sem ég taldi upp áðan verði daglegir á Laugarbrautinni! Hvað segiði um það stúlkur?
Kom westur á laugardag. Keyrði með Kátu krullunni, Brynju dönsku, Björk, Bjarka og einum puttalingi sem fékk far á Hólmavík. Björk og Bjarki hafa nú aldrei farið í svona langt ferðalag og því var þetta viss upplifun fyrir þau. Þau létu þetta nú ekki mikið á sig fá og svömluðu bara alla leiðina. Þau eru nú komin í nýtt og stærra húsnæði og svo eru þau í pössun hjá barnapíu einni sem er með þau í vist sem gefur þeim að borða og svona.. ekki slæmt líf það. Maður verður nú að gera vel við þessi grey!
Framundan er ball á miðvikudag með Jónsa kúl og félögum, á föstudag með Birgittu vinkonu og svo á sunnudag með aðalhljómsveitinni BG og Ingibjörg með Samma rakara í fararbroddi. Það er klárlega það ball sem ég hlakka mest til að fara á! :) Rifja upp Krúsartaktana sem sáust á hverri helgi hérna um árið!Það má víst ekki gleyma að minnast á rokkhátíðina á laugardag "Aldrei fór ég suður"! Fullt af einhverjum hljómsveitum sem spila allt frá klassískri tónlist uppí verstu graðhestamúsík á dagskrá! Semsagt, nóg um að vera á Ísó písó eins og alltaf og þið sem eruð í höfuðborg eða annars staðar á landinu að láta ykkur leiðast.. beint á Ísó með ykkur!

mánudagur, mars 07, 2005

Einu sinni voru þrjár appelsínur á göngu. Þær gengu lengi lengi þar til þær komu að stórri á. Yfir ána var brú. Appelsínurnar þrjár gengu að brúnni og lögðu af stað yfir hana. Á miðri brúnni varð óhapp og tvær af appelsínunum duttu út í ána. Hvað haldiði að þriðja appelsínan hafi þá sagt?
Jú hún sagði.. " fljótar að skera ykkur í báta"
Góður??

þriðjudagur, mars 01, 2005

Árshátíð og SPSSSSSSSSSSSSS!
Eg beilaði á því að beila á árshátíðinni og ákvað á síðasta snúningi að skella mér á árshátíðina á laugardaginn! Hansína og Íris Joð voru svo yndislegar að þær bara keyptu miða fyrir nördið svo hún sæti ekki ein heima! Takk fyrir það stelpur.. þið eigið þetta inni hjá mér.. lof jú görls! Alla vega.. við hófum þetta allt saman heima hjá Ólu þar sem við dressuðum okkur upp í okkar fínasta púss.. eða svoleiðis..! Svo var haldiði í partý til bekkjarsystur okkar Bjargar þar sem var hitað upp fyrir herlegheitin. Búin voru til danskort og blandaðir sixty/fifty drykkir! Íris alveg að meika það á barnum! Síðan var haldið á Broadway þar sem skemmtunin hófst. Skemmtiatriðin voru almennt leiðinleg.. nema auðvitað frá vatninu! Punkturinn yfir i-ið var síðan þegar Raggi Bjarna mætti og tók flottur jakki með Millunum! Hann Raggi sko.. alveg æði! Ég náði að gigga atriði fyrir innflutningspartýið sem verður örugglega aldrei hérna á Laugarbrautinni.. en gæjarnir í jakkafötunum sem sungu as long as u love me með backstreet boys, nylon lagið og einhver fleiri væmin lög voru alveg ægilega spenntir að koma á Laugarbrautina og halda uppi stemmaranum! Þá er bara að negla innflutningspartýið á!

Þetta tré varð á vegi okkar Írisar á leiðinni útaf Broadway..

Þessi vika fer í að slá inn niðurstöður úr rannsókninni fyrir lokaritgerðina í SPSS, rétt tæplega 1000 eintök! Tekur engan tíma.. Jeeesssss!
Anna Ess sem er hress í esspéessess!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?