<$BlogRSDUrl$>

Eigendur bloggsins eru Anna Fía og Sirrý, nýútskrifaðir íþróttafræðingar frá Laugarvatni. Við erum búsettar eins og er á hinum æðislega stað Ísafirði. Lifið heil!

föstudagur, apríl 15, 2005

Kaffihúsakvöld, skemmtikvöld og ekki skemmtilegur dagur!
Á þriðjudag héldum við 3.árs nemar kaffihúsakvöld með bingóívafi. Mar sletti auðvitað í köku fyrir herlegheitin. Kræsingarnar voru ekki af verri endanum frekari en fyrri daginn. Vann hins vegar ekkert á bingóspjaldið sem ég keypti.. skil ekki hvað ég er ógeðslega óheppin öllu svona!!
Á miðvikudag var svo skemmtikvöld. Við sambýlingarnir suðum saman atriði 20 mín fyrir skemmtikvöldið. Tókum lagið "ég er kúkur í lauginni" með aðeins breyttum texta sem kom síðan í ljós þegar á sviðið var komið að mar mundi nú ekki alveg um hvað var samið 20 mín áður. En þetta reddaðist og við stöllur fengið tilboðin frá hinum ýmsu stöðum um að troða upp sem við höfum auðvitað afþakkað sökum lokaritgerðarvinnu. Atriði komu frá báðum kynjum á hverju ári, bara nokkuð góð verð ég að segja. Síðan tók við glaumur og gleði þar til haldið var heim um 4 leytið en þá var útivistartíma okkar Laugarbrautarbúa lokið.
Dagurinn í gær var hins vegar ekki eins skemmtilegur og kvöldið áður. Við sambýlingarnir, allar 4 með tölu vorum með annan fótinn á salerninu allan daginn ælandi og spúandi. Þetta virðist vera að ganga hér á vatninu þar sem að annar hver maður virðist hafa fengið þessa pest. Ekki er hægt að kenna alkóhólinu um ástandið í þetta skipti, svo mikið er víst.


Blúsbandið áður en haldið var á svið!


In action!


mánudagur, apríl 11, 2005

+ Minning +
Þá hafa Björk og Bjarki kvatt þennan harða heim. Þau syntu sinn síðasta sundsprett í Góuholtinu í síðustu viku. Fallegt að hugsa til þess að þau völdu sér sama daginn til þess að leggja augun aftur í hinsta sinn. Það var á miðvikudaginn sem Bjarki kenndi sér meins og fór að verða ansi slappur og á fimmtudaginn varð hann á endanum að láta undan hinum myrka raunveruleika og þar með kvaddi hann þetta jarðneska líf. Þegar Björk sá í hvað stefndi hjá Bjarka var hún sjálf orðin mjög föl í framan (Já fiskar geta líka orðið fölir í framan) og leið greinilega ekki vel. Stuttu seinna lagðist hún hjá Bjarka þar sem hann lá hreyfingarlaus á botninum og saman hurfu sálir þeirra á betri stað.

Björk og Bjarki á góðri stundu á Laugarbrautinni.

Ég kveð þau með söknuði.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?