fimmtudagur, maí 19, 2005
Það styttist óðum í að við bekkjafélagar sitjum á Leifsstöð tilbúin til brottfarar og eigum að hafa vegabréf og farseðla tilbúna við hliðið :) Verst hvað það er djöfulli leiðinlegt að sitja í flugvélum.. það er nóg að fljúga frá RVK til Ísó og það tekur ekki nema 40 mín! Hvað þá ógeðslega lyktin af flugvélamatnum.. ullllaaaabjaaakkk!
Þessir dagar hafa samt verið ansi fljótir að líða.. er komin með málverk (haha alltaf jafn fyndið) því ég var að mála eitthvað apparat fyrir hann föður minn hér úti síðustu daga! Skellti mér síðan á fótboltaæfingu í gær og var þjálfarinn engin önnur en Dúfa "3 pointer" Ásbjörnsdóttir! Dúfa verður semsagt að þjálfa besta lið á Íslandi í dag í sumar!
Paradís
Ég vil enda á þeim orðum sem við komum til með að heyra úr munnum flugfreyja eftir 5 daga!
"Góðir farþegar, verið velkomin til Portúgals. Við biðjum ykkur að halda kyrru fyrir í sætum þar til flugvélin hefur numið staðar og slökkt hefur verið á sætisbeltaljósum. Úti er 45 stiga hiti (já Óskar Atli sagði að það væri hitabylgja þarna!) og klukkan er 12:03 á hádegi. Við óskum ykkur góðrar dvalar, thank u and have a nice day!"
þriðjudagur, maí 17, 2005
Akkurat á þessum tímapunkti eftir viku þá erum við bekkjarfélagarnir mætt til paradísarinnar Portúgal! Sjétt í fokk hvað mar er orðin spenntur!
Suss....!
Er núna hins vegar í hinni paradísinni í heimnum.. á Westfjarðarkjálkanum! Ekki verður nú stoppað lengi í þetta skipti þó. Það á að halda aftur til höfuðborgar á laugardag og halda uppá Júróvisjon!
Verð að rjúka.. er að fara að sýna Tiger takta í golfi! Best ég taki einn bördí á þetta, eða ígúl!
Og já.. Birna og Norðmenn.. til hamingju með daginn! :)
laugardagur, maí 07, 2005
- Baldur LITLI bróðir minn er byrjaður að læra á bíl!
- Auk þess sem hann er að fara í menntaskóla á næsta ári!
- Það eru fokkin 10 ára síðan ég fermdist..! Af því tilefni verður haldið fermingarafmæli en ég missi af öllum herlegheitunum því það er á sama tíma og ég verð útá Portúgal að baða mig í sólinni! ÚJE
- Það eru tæp 7 ár síðan ég fékk bílpróf!
- Það eru 3 dagar í síðasta prófið mitt hér í ÍKÍ.. ég man eins og í gær þegar ég kom hérna fyrsta daginn og þekkti engan nema Ísfirðingana og var að míga í mig af stressi útaf testum fyrsta daginn og þá sérstaklega helvítis sundtímatökunni!
- Portúgal eftir 17 daga beibí!
- Það styttist í það að ég verð of gömul til þess að geta keypt "hoppfargjöld" til að fljúga!
- Ég er gömul!
Well.. því verður víst ekki breytt! Allavega næstu dagar mega vera fljótir að líða fyrir mér.. klára prófin og mæta út á Leifsstöð með sólgleraugun!
Annars er það að frétta að við skiluðum ritgerðinni.. meina sko Bachelornum Halldóra á mánudag! God.. gott að vera búinn með þetta! Á miðvikudag var svo siðfræðipróf, gekk allt í lagi.. eða veit eiginlega ekkert um það. Best að segja sem minnst um það.. það kemur bara í ljós!Og sundspassinn Anna Ess er mjög líklega búin að standast sundprófið.. hver hefði trúað því! Swimming is easy! Núna eru það íþróttameiðslin, teipingar og fötlunarfræðin! Best að enda á öðru erindi úr laginu hans Megasar!
Það er margt sem angrar, en ekki er það þó biðin,
því ég sé það fyrst á rykinu hve langur tími er liðinn.
og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum, sem skiptir öllu máli
því að nóttin mín er dimm og ein, og dagurinn á báli.